Við megum ekki gleyma fyrstu máltíð dagsins, en hér eru nokkrar spennandi útfærslur af jógúrt fyrir þá sem vilja aðeins meira. Stundum þarf ekki meira til en að rista nokkrar hnetur eða kaupa berjabox.
Sköpunarglaða týpan myndi henda í þetta á morgnanna. Chiablanda með jógúrt, fíkjum og hnetum.
mbl.is/Shutterstock
Jógúrt blandað saman við chiafræ í skál og þrjú kirsuber á toppinn! Máltíð full af omega-3, trefjum, andoxunarefnum, járni og kalsíum.
mbl.is/Shutterstock
Það er ekkert að þessu – jógúrt með súkkulaði eða jafnvel myntu og valhnetum.
mbl.is/Shutterstock
Grísk jógúrt er þykkari í sér en venjuleg jógúrt og góð ein og sér, en líka með nokkrum berum á toppnum.
mbl.is/Shutterstock
Gerðu jógúrtina ennþá meira spennandi með því að rista nokkrar hnetur upp úr sírópi og settu út í.
mbl.is/Shutterstock