Ostakakan sem slær út tiramisu

Ostakaka sem minnir óneytanlega á tiramisu, en er betri ef …
Ostakaka sem minnir óneytanlega á tiramisu, en er betri ef eitthvað er. mbl.is/Bobedre.dk_ © Anders Schønnemann

Þessi stór­kost­lega ostakaka minn­ir á ít­alska eft­ir­rétt­inn tiram­isu en er hreint út sagt betri en rétt­ur­inn góði. Við mön­um ykk­ur til að prófa.

Ostakakan sem slær út tiramisu

Vista Prenta

Ostakak­an sem slær út tiram­isu (fyr­ir 8)

Botn:

  • 150 g engi­ferkex
  • 100 g smjör

Krem:

  • korn úr 1 vanillu­stöng
  • 2 msk. syk­ur
  • 400 g mascarpo­ne
  • 200 g rjóma­ost­ur, hreinn
  • 170 g flór­syk­ur
  • 2 dl rjómi
  • 50 g kakó
  • 200 g ladyf­in­gers
  • 3 dl kaffi/​espresso
  • kirsu­ber

Aðferð:

Botn:

  1. Setjið kexið í bland­ara og hakkið þar til al­veg fínt.
  2. Bræðið smjörið og blandið sam­an við kexið.
  3. Setjið kexmass­ann í smurt form (ca 20 cm) og setjið í frysti í 30 mín­út­ur.

Krem:

  1. Skrapið korn­in úr vanillu­stöng­inn og setjið sam­an við syk­ur­inn.
  2. Hrærið mascarpo­ne sam­an við rjóma­ost­inn þar til mjúkt.
  3. Bætið flór­sykri og vanillu­sykri út í og hrærið sam­an.
  4. Þeytið rjómann og veltið var­lega upp úr ostakrem­inu.
  5. Dreifið 1/​3 af krem­inu á kex­botn­inn.
  6. Dýfið ladyf­in­gers í kaffi og leggið ofan á kremið.
  7. Sigtið kakó yfir og setjið aft­ur annað lag af kremi yfir.
  8. End­ur­takið með ladyf­in­gers í kaffi og leggið ofan á kremið.
  9. Sigtið kakó yfir og setjið rest­ina af krem­inu ofan á. Setjið kök­una í kæli yfir nótt.
  10. Sigtið kakó yfir og berið fram með amar­ena-kirsu­berj­um.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka