Ostakaka sem minnir óneytanlega á tiramisu, en er betri ef eitthvað er.
mbl.is/Bobedre.dk_ © Anders Schønnemann
Þessi stórkostlega ostakaka minnir á ítalska eftirréttinn tiramisu en er hreint út sagt betri en rétturinn góði. Við mönum ykkur til að prófa.
Ostakakan sem slær út tiramisu
Ostakakan sem slær út tiramisu (fyrir 8)
Botn:
- 150 g engiferkex
- 100 g smjör
Krem:
- korn úr 1 vanillustöng
- 2 msk. sykur
- 400 g mascarpone
- 200 g rjómaostur, hreinn
- 170 g flórsykur
- 2 dl rjómi
- 50 g kakó
- 200 g ladyfingers
- 3 dl kaffi/espresso
- kirsuber
Aðferð:
Botn:
- Setjið kexið í blandara og hakkið þar til alveg fínt.
- Bræðið smjörið og blandið saman við kexið.
- Setjið kexmassann í smurt form (ca 20 cm) og setjið í frysti í 30 mínútur.
Krem:
- Skrapið kornin úr vanillustönginn og setjið saman við sykurinn.
- Hrærið mascarpone saman við rjómaostinn þar til mjúkt.
- Bætið flórsykri og vanillusykri út í og hrærið saman.
- Þeytið rjómann og veltið varlega upp úr ostakreminu.
- Dreifið 1/3 af kreminu á kexbotninn.
- Dýfið ladyfingers í kaffi og leggið ofan á kremið.
- Sigtið kakó yfir og setjið aftur annað lag af kremi yfir.
- Endurtakið með ladyfingers í kaffi og leggið ofan á kremið.
- Sigtið kakó yfir og setjið restina af kreminu ofan á. Setjið kökuna í kæli yfir nótt.
- Sigtið kakó yfir og berið fram með amarena-kirsuberjum.