Flestir eldar byrja í eldhúsinu

Okkur ber alltaf að fara varlega með eld, en sérstaklega …
Okkur ber alltaf að fara varlega með eld, en sérstaklega í kringum jólamánuðurinn. mbl.is/Colourbox

Jólamánuðurinn getur verið eldfimur að svo mörgu leiti – það er ekki bara kreditkortið sem brennur yfir. Og þá er nauðsynlegt að fara varlega til að ekki endi illa, en margir eldar eiga upptök sín í eldhúsinu.

Það er að svo mörgu að huga í desember og þá hleypur athyglin og hugurinn oftar en ekki í kross. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að fólk gleymir eldavélinni í gangi og þá eru góð ráð dýr. Fyrir utan allt jólaskrautið sem við hengjum upp um alla veggi og gluggasyllur til að skreyta heimilið – en ekki má gleyma hversu eldfimt slíkt skraut er. Þessi vísa er aldrei of oft kveðin og gott er að upplýsa alla fjölskyldumeðlimi um hvað skal gera.

Fimm góð ráð fyrir brunalausri jólahátíð

  • Skiljið aldrei við rými með lifandi kertaljósi – heldur ekki sprittkertum.
  • Yfirgefið aldrei eldhúsið á meðan kveikt er á helluborðinu eða ofninum.
  • Alls ekki nota helluborðið sem stað til að leggja frá þér dót. Maður veit aldrei hvenær einhver óvart rekst í takkaborðið og kveikir undir. Helluborðið er einungis fyrir potta og pönnur.
  • Athugið reglulega hvort reykskynjarinn virki á heimilinu – og ertu ekki örugglega með einn slíkan?
  • Hafið slökkvitæki og eldvarnarteppi alltaf innan handar.
mbl.is/Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka