Smurbrauð með rauðsprettu og heimagerðu remúlaði

Smurbrauð af bestu gerð og hér með rauðsprettu og heimagerðu …
Smurbrauð af bestu gerð og hér með rauðsprettu og heimagerðu remúlaði. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Eitt allra besta „smør­rebrød“ er mætt á borðið og hér með rauðsprettu, rauðkáli og heima­gerðu remúlaði sem er mun betra en búðarkeypt.

Smur­brauð er orðin ár­leg hefð í kring­um jól­in hjá Hildi Rut og fjöl­skyldu, en hún var alin upp við að borða slík­ar kræs­ing­ar á aðvent­unni. Hér bak­ar hún rauðsprett­una í ofni en hún seg­ir það vera bæði betra og fljót­legra – og svo und­ir­býr hún meðlætið á meðan fisk­ur­inn bak­ast.

Smur­brauð með rauðsprettu og heima­gerðu remúlaði

Vista Prenta

Smur­brauð með rauðsprettu og heima­gerðu remúlaði (fyr­ir 4)

  • 800 g rauðspretta (má kaupa með roðinu á)
  • 1 dl hveiti
  • 2 egg
  • 3-4 dl pan­ko rasp
  • Salt og pip­ar
  • 20-40 g smjör
  • Rúg­brauð, (Hild­ur Rut kaup­ir heil­korna rúg­brauð)
  • Ferskt rauðkál, eft­ir smekk
  • Stein­selja

Heima­gert remúlaði

  • 3-4 sýrðar gúrk­ur
  • 1 msk. ca­pers
  • 4 msk. maj­ónes
  • 2 msk. sýrður rjómi
  • 3 msk. dijon sinn­ep
  • Karrý
  • Túr­merik
  • Salt og pip­ar

Aðferð:

  1. Roðflettið rauðsprett­una ef það þarf og skerið í bita sem passa á rúg­brauð.
  2. Pískið egg í skál. Hellið hveiti á disk og hrærið sam­an brauðraspi og kryddi í djúp­um diski eða skál.
  3. Veltið fisk­in­um upp úr hveit­inu, egg­inu og síðan raspin­um.
  4. Skerið smjör í litla ten­inga og raðið í botn­inn á eld­föstu formi.
  5. Dreifið fisk­in­um ofan á smjörið og dreifið meira smjöri ofan á fisk­inn. Bakið í 30 mín­út­ur við 200°C.
  6. Skerið rauðkálið í þunn­ar ræm­ur.
  7. Smyrjið rúg­brauðið með smjöri, dreifið rauðkál­inu ofan á, því næst kem­ur rauðsprett­an og toppið svo með remúlaði og ferskri stein­selju.

Heima­gert remúlaði

  1. Skerið sýrðu gúrk­urn­ar smátt.
  2. Hrærið sam­an maj­ónesi, sýrðum rjóma, sinn­epi og kryddi. Var­ist að krydda of mikið með karrý eða túr­meriki, mæli með að smakka sig áfram.
  3. Bætið svo við sýðrum gúrk­um og ca­pers og hrærið.
mbl.is/​Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert