Konu bjargað á McDonald's

Það voru vökulir starfsmenn skyndibitakeðjunnar McDonald's sem komu konu til …
Það voru vökulir starfsmenn skyndibitakeðjunnar McDonald's sem komu konu til bjargar nú á dögunum. mbl.is/Colourbox

Starfsmenn McDonald's í Kaliforníu komu konu til bjargar á jóladag, en konan var í haldi glæpamanns er hún kallaði eftir hjálp.

Þegar konan kom gangandi að afgreiðsluborðinu á staðnum bjóst starfsmaður skyndibitastaðarins ekki við öðru en að hún væri að fara að panta sér máltíð af matseðli. Í staðinn bað hún um að hringt yrði í neyðarlínuna, hún gaf starfsmanninum upp númeraplötuna sína og bað hann um að fela sig. Í ljós kom að hún var þar á ferð með manni sem ítrekað hefur beitt hana ofbeldi og hafði þennan dag hótað henni öllu illu með skotvopni.

Konan notaði salernið á veitingastaðnum og reyndi að komast aftur að kassastarfsmanninum til að panta sér mat en maðurinn greip þá í konuna og sagðist fara með hana í bílalúguna.

Í bílalúgunni reyndi konan að segja „hjálpið mér“ með vörunum þannig að starfsmaðurinn tæki eftir. En hjálpin var á leiðinni, þökk sé vökulu starfsfólki staðarins.

Maðurinn, sem ber nafnið Eduardo Valenzuela, var handtekinn stuttu seinna og fundust stolin skotvopn í bílnum. Hann stendur nú frammi fyrir fjórum ákærum og sekt sem hljóðar upp á 360.000 dollara. 

Lögreglumennirnir sem handtóku ofbeldismanninn ásamt starfsfólki McDonald's.
Lögreglumennirnir sem handtóku ofbeldismanninn ásamt starfsfólki McDonald's. mbl.is/CNN.com
Eduardo Valenzuela hafði ítrekað beitt konuna ofbeldi og var með …
Eduardo Valenzuela hafði ítrekað beitt konuna ofbeldi og var með hana í haldi gegn vilja hennar. mbl.is/CNN.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka