Bomba á gamlárs? Hér í súkkulaðiformi sem gestirnir munu elska að gæða sér á. Þessa gerir þú deginum áður og átt því meiri tíma til að dekra við aðalréttinn. Uppskriftin er reiknuð fyrir 8-10 manns.
Nýárskakan er súkkulaðibomba
Botn:
- 1 pakki bastogne kex (260 g)
- 75 g smjör
- 2 msk. fljótandi hunang
Fylling:
- 500 g gæða súkkulaði
- ⅓ dl sterkt kaffi
- 3 msk appelsínulíkjör
- ½ l rjómi
Annað:
- Gull glimmer, sem má borða
Aðferð:
- Setjið kexið í matvinnsluvél og myljið það fínt.
- Bræðið smjör og hunang saman í potti en passið að það sjóði ekki.
- Blandið saman kexmulningnum og smjörblöndunni og pressið blöndunni í 25 cm smelluform (klæðið það fyrst með smjörpappír).
- Bræðið súkkulaðið í fyllinguna yfir vatnsbaði og hrærið kaffinu og líkjörinu saman við. Pískið rjómann á meðan súkkulaðið kólnar.
- Hrærið 1/3 af rjómanum út í súkkulaðiblönduna veltið restinni af rjómanum varlega saman við þar til allar hvítar rjómastrípur hverfa.
- Hellið súkkulaðimassanum yfir botninn og setjið inn í kæli yfir nótt.
- Kakan á að berast fram köld og stráið smá gull glimmeri yfir áður en kakan er borin fram.