Svona skerðu lauk án þess að gráta

Þú munt aldrei þurfa að fella aftur tár við það …
Þú munt aldrei þurfa að fella aftur tár við það að skera lauk - við höfum lausnina. mbl.is/Colourbox

Nú þarftu aldrei aft­ur að fella tár þegar þú skerð lauk  vanda­mál­inu með blaut augu við elda­mennsk­una er lokið. Eina eld­hús­græj­an sem þú þarft til að klára verkið er ör­bylgju­ofn.

Svona skerðu lauk án þess að fella tár

  1. Skerðu báða enda af laukn­um
  2. Settu lauk­inn inn í ör­bylgju­ofn
  3. Láttu ör­bylgju­ofn­inn hita lauk­inn í 30 sek­únd­ur
  4. Nú get­urðu skorið lauk­inn niður að vild án þess að vökna um aug­un

Við selj­um þetta ekki dýr­ar en við keypt­um en ein­hverj­ir sér­fræðing­ar sverja að þetta sé málið. Munið bara að hita lauk­inn ekki of lengi ... (og að alla­jafna er mælt með að lauk­ur­inn sé hafður kald­ur frem­ur en heit­ur).

mbl.is/​Colour­box
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert