Eina ráðið til að halda blómunum ferskum

Fallegur blómvöndur gerir mikið fyrir heimilið. En hvernig er best …
Fallegur blómvöndur gerir mikið fyrir heimilið. En hvernig er best að halda honum ferskum?

Á meðan flestall­ar hús­mæður og -feður lands­ins hafa skrúbbað heim­ilið með sítr­ón­um í gegn­um árin er lime ekki síður jafn áhrifa­mik­ill sítrusávöxt­ur sem get­ur einnig sín trix. Lime er nefni­lega ekki bara viðbót út í drykk á næsta bar. Hann má einnig nota við þrif á ör­bylgju­ofn­in­um, sem ilm­sprey fyr­ir heim­ilið og margt margt fleira.

Haltu blóm­un­um fersk­um
2 tsk. af li­mes­afa, 1 tsk. af klór og 1 tsk. af sykri er ekki blanda að næsta kokteil, held­ur blanda út í blóma­vas­ann þinn sem mun halda blóm­vend­in­um fersk­um og flott­um í lengri tíma. Klór­inn drep­ur bakt­erí­ur, syk­ur­inn nær­ir blóm­in og li­mes­af­inn mun gera vatnið basískt. Eða hin full­komna blanda fyr­ir vönd­inn.

mbl.is/​Colour­box
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert