Salatið sem þú getur ekki hætt að borða

Þú munt ekki geta lagt frá þér gaffalinn er þú …
Þú munt ekki geta lagt frá þér gaffalinn er þú smakkar á þessu salati. mbl.is/Howsweeteats.com

Hér er einn af þess­um rétt­um sem þú get­ur setið enda­laust með skál­ina fyr­ir fram­an þig og nartað í þótt þú sért löngu bú­inn að fá nóg. Hvernig er hægt að stand­ast osta­fyllt tortell­ini með öll­um heims­ins bestu hrá­efn­um?

Salatið sem þú getur ekki hætt að borða

Vista Prenta

Sal­atið sem þú get­ur ekki hætt að borða

  • 450 g osta­fyllt tortell­ini
  • 1 krukka sólþurrkaðir tóm­at­ar, saxaðir
  • 3 boll­ar græn­kál
  • ¼ bolli feta­ost­ur
  • 3 msk. graskers­fræ
  • 2 msk. ferskt kóri­and­er

Dress­ing:

  • 3 msk. límónusafi
  • 1,5 msk. hun­ang
  • ¼ bolli ferskt kórí­and­er
  • 2 hvít­lauksrif, mar­in
  • ¼ tsk. salt
  • ¼ tsk. pip­ar
  • Rauðar pipar­flög­ur
  • ⅓ bolli ólífu­olía

Aðferð:

  1. Sjóðið pastað sam­kvæmt leiðbein­ing­um og veltið því svo sam­an við græn­kálið og sólþurrkuðu tóm­at­ana. Dreypið smá dress­ingu yfir og veltið sam­an.
  2. Bætið ost­in­um sam­an við graskers­fræ­in og bætið við kórí­and­er eft­ir þörf­um. Saltið og piprið.
  3. Berið fram heitt eða kalt. Bragðast jafn­vel bet­ur eft­ir að hafa fengið að standa í smá tíma í kæli.
  4. Dress­ing: Setjið límónusafa, hun­ang, hvít­lauk, kórí­and­er, salt, pip­ar, pipar­flög­ur og ólífu­olíu sam­an í bland­ara og blandið vel sam­an. Dress­ing­in geym­ist vel í nokkra daga í ís­skáp í lokuðu íláti.
mbl.is/​Howsweeteats.com
mbl.is/​Howsweeteats.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert