Það mun ekkert stoppa okkur í þessum vöfflubakstri – enda engin ástæða til. Hér bjóðum við upp á vöfflur eins og þú hefur aldrei smakkað þær. Fullkomnar í kaffibaksturinn á aðventunni eða sem morgunmatur fyrir þá sem kunna að gera vel við sig.
Vöfflur fyrir þá sem vilja gera vel við sig
Vöfflur fyrir þá sem vilja gera vel við sig (2 stk.)
- 1 þroskaður banani
- 1 egg
- 1 msk. hveiti
- Handfylli af möndlum
- Kanill á hnífsoddi
- Kardemomma á hnífsoddi
- Engifer á hnífsoddi
- Annað hráefni til að skreyta vöfflurnar – t.d. rjómi, granateplakjarnar, kirsuber eða möndluflögur.
Aðferð:
- Setjið öll hráefnin í blandara og blandið vel saman.
- Bakið í vöfflujárni og njótið með því sem hugurinn girnist.