Vöfflur fyrir þá sem vilja gera vel við sig

Frábærar vöfflur sem setja þig í jólagírinn ef þú varst …
Frábærar vöfflur sem setja þig í jólagírinn ef þú varst ekki þar enn þá. mbl.is/Anneauchocolat.dk

Það mun ekk­ert stoppa okk­ur í þess­um vöfflu­bakstri – enda eng­in ástæða til. Hér bjóðum við upp á vöffl­ur eins og þú hef­ur aldrei smakkað þær. Full­komn­ar í kaffi­bakst­ur­inn á aðvent­unni eða sem morg­un­mat­ur fyr­ir þá sem kunna að gera vel við sig.

Vöfflur fyrir þá sem vilja gera vel við sig

Vista Prenta

Vöffl­ur fyr­ir þá sem vilja gera vel við sig (2 stk.)

  • 1 þroskaður ban­ani
  • 1 egg
  • 1 msk. hveiti
  • Hand­fylli af möndl­um
  • Kanill á hnífsoddi
  • Kar­demomma á hnífsoddi
  • Engi­fer á hnífsoddi
  • Annað hrá­efni til að skreyta vöffl­urn­ar – t.d. rjómi, granatepla­kjarn­ar, kirsu­ber eða möndlu­f­lög­ur.

Aðferð:

  1. Setjið öll hrá­efn­in í bland­ara og blandið vel sam­an.
  2. Bakið í vöfflu­járni og njótið með því sem hug­ur­inn girn­ist.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert