Gómsæt vefja með suðrænu ívafi

Akkúrat það sem við þurfum í janúarmánuði - matur sem …
Akkúrat það sem við þurfum í janúarmánuði - matur sem núllstillir vigtina hjá okkur. mbl.is/Goodhousekeeping.com_Mike Garten

Miðjarðarhafið var að hringja og bjóða okkur í mat! Hér með því allra besta hráefni sem þú getur sett saman í eina vefju.

Gómsæt vefja með suðrænu ívafi

  • 2,5 msk. rauðvínsedik
  • ¼ bolli ólífuolía
  • sjávarsalt og pipar - við notum Norðursalt
  • 1 dós kjúklingabaunir
  • 2 bollar cherrý tómatar, skornir til helminga
  • 1 lítill kúrbítur, skorinn í bita
  • ¼ bolli kalamata ólífur, skornar gróflega
  • ¼ rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
  • ¼ bolli fetakubbur
  • 2 bollar spínat
  • tortillakökur

Aðferð:

  1. Pískið saman edik, ólífuolíu, salt og pipar. Bætið kjúklingabaunum, tómötum, kúrbít, ólífum og rauðlauk saman við og veltið varlega upp úr blöndunni. Því næst kemur fetamulningurinn út í.
  2. Dreifið spínati á hverja vefju og toppið með salatblöndunni og rúllið vefjunni upp.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka