Matur sem hefur slegið heimsmet

Þessi samloka ætti að duga heilum barnaskóla í mat, þá …
Þessi samloka ætti að duga heilum barnaskóla í mat, þá í heilan mánuð! Samlokan var búin til í Mexíkó og vóg um 3.178 kg. mbl.is/Reuters

„Því stærra því betra“, er stundum sagt á góðri stundu. En það eru alltaf einhverjir sem taka máltækinu bókstaflega og fara alla leið þegar þeir skella í góða samloku eða ídýfu. Hér má sjá nokkur snargalin heimsmet sem hafa komist í bækur Guinness.

Hér má sjá „nokkra“ kokka samankomna í Ankara í Tyrklandi, …
Hér má sjá „nokkra“ kokka samankomna í Ankara í Tyrklandi, en þeir fögnuðu hinum alþjóðlega eggjadegi árið 2010 með því að skella í ommilettu. Eggjakakan vóg 6 tonn og í hana fóru 432 lítrar af olíu og 110.000 egg. mbl.is/Reuters
Heimsins stærsti súkkulaðipeningur var búinn til úr 1.000 kg kakó …
Heimsins stærsti súkkulaðipeningur var búinn til úr 1.000 kg kakó frá Venezuela. Það þurfti um 80 manns að búa til þessa súkkkulaðimynt. mbl.is/Reuters
Í Rúmeníu var heimsins mesta salat búið til árið 2012 …
Í Rúmeníu var heimsins mesta salat búið til árið 2012 – en það vóg ekki nema 19.050 kíló. mbl.is/Reuters
Heimsins stærsta sushi mosaíkverk var framreitt í Hong Kong. Alls …
Heimsins stærsta sushi mosaíkverk var framreitt í Hong Kong. Alls voru notaðir 20.647 sushi bitar í verkið sem mældist um 37 fermetrar að stærð. Almenningur fékk að gæða sér á bitunum eftir að metið hafði verið skráð í bækur Guinness. mbl.is/Reuters
Í Shanghai, Kína, mættu hvorki meira né minna en 511 …
Í Shanghai, Kína, mættu hvorki meira né minna en 511 manns til að slá metið í að kasta pizzadeigi í loftið á sama tíma. mbl.is/Reuters
Lengsta taco sögunnar er um 2,5 kílómetrar að lengd. Í …
Lengsta taco sögunnar er um 2,5 kílómetrar að lengd. Í þann gjörning fóru um 4 tonn af svínakjöti, ógrynni af kryddi og 36.000 tortillakökur. mbl.is/Reuters
Stærsti diskur með hummus vigtaði 10.452 kg, en stefnan var …
Stærsti diskur með hummus vigtaði 10.452 kg, en stefnan var sett á að ná stærð landsvæðisins í Líbanon sem er 10.462 km². Í hummusinn fóru 7 tonn af soðnum kjúklingabaunum, 2 tonn af tahini og 700 kg af ólífuolíu. mbl.is/Reuters
Þyngsti laukur heims var vigtaður árið 2011 og það heil …
Þyngsti laukur heims var vigtaður árið 2011 og það heil 8,150 kg, en hér má sjá Pete Glazebrooks, stoltan eigandi lauksins. mbl.is/Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka