Ísmolavökvun er nýjasta æðið

Ísmolar í moldina er frábær lausn.
Ísmolar í moldina er frábær lausn. mbl.is/iamhomemaker.com

Það getur reynst erfitt að finna rétta milliveginn í því að vökva grænblöðungana á heimilinu. Ef þú vilt gulltryggja að blómin deyi ekki úr þorsta eða syndi í allt of miklu vatni skaltu prófa ísmolatrixið.

Að vökva plönturnar of mikið er eflaust það algengasta sem við gerum og blómin deyja. En það getur verið meira en ofvökvun sem stuðlar að því að plönturnar gefist upp. Því þær plöntur sem standa úti í glugga eiga það til að þorna fyrr upp en aðrar. Og þá skýst oftar en ekki upp sú hugsun, að „það er betra að vökva plönturnar aðeins of mikið en of lítið“. En ef þú vilt komast hjá því að vökva of mikið skaltu prófa að vökva með ísmolum.

Kostirnir við að vökva með ísmolum

  1. Ísmolarnir bráðna hægt og rólega sem gefur rótunum tíma til að sjúga vatnið til sín áður en það endar í undirskálinni.
  2. Óhóflegt vatnsmagn safnast ekki neðst í pottinum með ísmolum, sem getur valdið rotnun í rótunum.
  3. Þú kemst hjá því að vatnið hlaupi yfir undirskálina og niður á borð, gluggakistu eða teppi og húsgögn.
  4. Eftir nokkur skipti muntu finna út hversu marga ísmola hver og ein planta hefur þörf fyrir. En mörgum finnst þægilegra að telja í ísklumpum en í millilítrum.
Ertu týpan sem vökvar grænu börnin á heimilinu of mikið …
Ertu týpan sem vökvar grænu börnin á heimilinu of mikið eða of lítið og þau enda með að veslast upp og jafnvel deyja? mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert