Það getur reynst erfitt að finna rétta milliveginn í því að vökva grænblöðungana á heimilinu. Ef þú vilt gulltryggja að blómin deyi ekki úr þorsta eða syndi í allt of miklu vatni skaltu prófa ísmolatrixið.
Að vökva plönturnar of mikið er eflaust það algengasta sem við gerum og blómin deyja. En það getur verið meira en ofvökvun sem stuðlar að því að plönturnar gefist upp. Því þær plöntur sem standa úti í glugga eiga það til að þorna fyrr upp en aðrar. Og þá skýst oftar en ekki upp sú hugsun, að „það er betra að vökva plönturnar aðeins of mikið en of lítið“. En ef þú vilt komast hjá því að vökva of mikið skaltu prófa að vökva með ísmolum.
Kostirnir við að vökva með ísmolum