Hefurðu leitað að hinu eina sanna mataræði en ekki fundið það rétta? Sérfræðingarnir hafa talað, svo leitinni er lokið.
Tímaritið U.S. News og World Report fengu nýverið 25 sérfræðinga til að setjast niður og útkljá þetta mál í eitt skipti fyrir öll. Hér voru m.a. næringafræðingar, hjartalæknir, sálfræðingur og fleiri vel valdir menn og konur sem komust að einni niðurstöðu – Miðjarðarhafskúrinn.
Fólk sem býr í grennd við Miðjarðarhafið lifir lengur en aðrir. Það glímir síður við hjartasjúkdóma sem og krabbamein. Og þá erum við að tala um kúr þar sem þú borðar eins fólk á þessum slóðum – grænmeti, ávextir, ólífuolía, heilhveiti og magurt kjöt er á matseðlinum. Þar fyrir utan er gott að hreyfa sig og halda sig frá rauðu kjöti í stórum stíl og sykri. Miðjarðarhafskúrinn heldur einnig heilanum heilbrigðum og skynsömum.
En þegar það er sigurvegari, þá er alltaf einhver í tapliðinu – en sá kúr sem tapaði var Dukan-kúrinn. Kúrinn sem setur fókus á inntöku próteins en telur ekki kalóríur. Prótein gerir þig fyrr saddan, það eru fáar kalóríur og tekur lengri tíma fyrir líkamann að vinna úr fæðunni. Sem þýðir að eftir smá tíma fer kroppurinn að brenna fitu. Af þessu voru sérfræðingarnir ekki hrifnir. Því þó að kúrinn sé áhrifaríkur, ef þú ert á höttunum eftir að missa mörg kíló á stuttum tíma – þá er hann alls ekki sá besti. Það eru líkur á að þú verðir á ákveðnum tímapunkti vannærð/ur.
Miðjarðarhafskúrinn er því sá sem þú átt að velja ef þú vilt horfa fram til lengri tíma, í átt að betri heilsu og lífi.