Stórkostlegur pastaréttur sem bræðir hjartað

Við leggjum ekki meira á ykkur, en þessi réttur er …
Við leggjum ekki meira á ykkur, en þessi réttur er frábær. mbl.is/Femina.dk_Winnie Methmann

Hér ertu að fara nota flott­ustu svepp­ina sem þú kemst yfir ásamt kryddpylsu. Þessi rétt­ur er stór­kost­leg­ur fyr­ir bragðlauk­ana svo ekki sé minna sagt.

Stórkostlegur pastaréttur sem bræðir hjartað

Vista Prenta

Stór­kost­leg­ur pasta­rétt­ur (fyr­ir 4)

  • 500 g ferskt pasta
  • 250 g portobello-svepp­ir
  • 250 g svepp­ir
  • 100 g keis­ara­hatt­ar
  • 4 msk. smjör til steik­ing­ar
  • Salt og pip­ar
  • 1 stór lauk­ur
  • 2 stór hvít­lauksrif
  • Hand­fylli fersk stein­selja
  • Hand­fylli ferskt timí­an
  • 300 g ít­ölsk kryddpylsa, t.d. salsiccia
  • 1 dl hvít­vín
  • 2 dl græn­metiskraft­ur
  • 75 g par­mes­an

Aðferð:

  1. Hreinsið svepp­ina og skerið í þunn­ar skíf­ur. Steikið þá í stór­um potti upp úr helm­ingn­um af smjör­inu. Kryddið með salti og pip­ar.
  2. Saxið lauk­inn og pressið hvít­lauk­inn. Saxið stein­selj­una og timí­an (geymið smá af timí­an til skrauts). Setjið lauk­ana og kryd­d­jurtirn­ar út í pott­inn með svepp­un­um. Skerið pyls­una í litla bita og setjið út í pott­inn þar til gegn­um­steikt.
  3. Hellið hvít­víni og græn­metiskrafti út í pott­inn og látið suðuna koma upp. Setjið þá rest­ina af smjör­inu út í og leyfið sós­unni að malla þar til hún byrj­ar að þykkna.
  4. Rífið par­mes­an-ost­inn niður og bætið hon­um út í sós­una í pott­in­um rétt áður en borið er fram.
  5. Sjóðið pastað sam­kvæmt leiðbein­ing­um og berið fram með sveppasós­unni – skreytið með fersku timí­an.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert