Svona þrífur þú vínkaröfluna

Bestu ráðin til að þrífa vínkaröfluna er hér að finna.
Bestu ráðin til að þrífa vínkaröfluna er hér að finna. mbl.is/Colourbox

Kannastu við að komast ekki að botninum á vínkaröflunni þar sem hálsinn er svo þröngur? Hér er lausnin á því hvernig þú þrífur karöfluna og vandamálið heyrir sögunni til.

Blettir á botninum sem þú kemst ómögulega að til að þrífa – við könnumst öll við þetta vandamál. Sérstaklega þegar rauðvín hefur legið í flöskunni og slikjan situr eftir þó að vínið sé löngu búið.

Svona þrífur þú karöfluna þína:

  • Gamla góða húsráðið með 2 tsk. af lyftidufti á móti sjóðandi heitu vatni mun leysa upp litamismuninn.
  • Önnur lausn er að blanda saman sulfo og vatni, ásamt nokkrum hrísgrjónum og hrista saman. Sjá nánar í myndskeiðinu hér fyrir neðan.

Svona þurrkar þú karöfluna:

  • Góð regla er að skola alltaf karöfluna strax eftir notkun og þurrka.
  • Notaðu hárblásarann í verkið á lægstu stillingu, það mun þurrka bleytuna á botninum og skilja minna af kalkblettum eftir.
  • Annað ráð er að brjóta saman eldhúsrúllu í kramarhús og stinga mjóa endanum ofan í karöfluna. Pappírinn mun sjúga rakann í sig.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert