Kryddbrauð sem ferðaðist til Danmerkur og til baka

Ekta íslenskt kryddbrauð eins og það gerist best.
Ekta íslenskt kryddbrauð eins og það gerist best. mbl.is/anneauchocolat.dk

Við vor­um að vafra á net­inu er við dutt­um niður á danska heimasíðu sem býður upp á upp­skrift að ís­lensku krydd­brauði. Stofn­andi síðunn­ar, Anneauchocolat, seg­ist hafa fengið upp­skrift­ina hjá ís­lensk­um vinnu­fé­laga sín­um og mæl­ir með að setja nóg af smjöri á brauðið áður en það er borðað.

Upp­skrift­in er eins ein­föld og hún get­ur verið og tek­ur augna­blik í fram­reiðslu.

Kryddbrauð sem ferðaðist til Danmerkur og til baka

Vista Prenta

Krydd­brauð sem ferðaðist til Dan­merk­ur og til baka

  • 3 dl haframjöl
  • 3 dl hveiti
  • 2 dl syk­ur
  • 2 tsk. kanill
  • ½ tsk. kar­demomm­ur
  • 1 tsk. natron
  • 3 dl mjólk

Aðferð:

  1. Blandið öll­um þur­refn­um sam­an, bætið síðan mjólk­inni sam­an við og hrærið.
  2. Smyrjið bök­un­ar­form og hellið blönd­unni þar ofan í.
  3. Bakið við 200°C í 45 mín­út­ur.
mbl.is/​anneauchocolat.dk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert