IKEA með umhverfisvænar nýjungar

Nýjar vörur líta dagsins ljós í febrúar frá IKEA.
Nýjar vörur líta dagsins ljós í febrúar frá IKEA. mbl.is/IKEA

Frá og með 1. fe­brú­ar munu nýj­ung­ar frá IKEA líta dags­ins ljós. Og það sem ein­kenn­ir flestall­ar vör­urn­ar er að hér hef­ur verið hugað að um­hverf­inu í hönn­un­ar­ferl­inu.

Við erum til dæm­is að sjá gard­ín­ur sem eru fram­leidd­ar úr end­urunn­um plast­flösk­um, en þær eru líka gædd­ar þeim eig­in­leik­um að eiga að bæta loftið inn­an­dyra.

 
Eins er mikið úr­val af körf­um sem fram­leidd­ar eru úr bambus og ban­anatrefj­um. En annað fal­legt sem gleður augað eru m.a. lamp­ar með ópal­gleri sem koma sem stand-, borð- og loft­ljós.

Þessar gardínur eru unnar úr gömlum plastflöskum.
Þess­ar gard­ín­ur eru unn­ar úr göml­um plast­flösk­um. mbl.is/​IKEA
Dásamlega fallegir lampar með hvítum ópal-skermum.
Dá­sam­lega fal­leg­ir lamp­ar með hvít­um ópal-skerm­um. mbl.is/​IKEA
Nýjar körfur undir allt og ekkert - framleiddar úr bananatrefjum.
Nýj­ar körf­ur und­ir allt og ekk­ert - fram­leidd­ar úr ban­anatrefj­um. mbl.is/​IKEA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert