Holla útgáfan af Snickers-bitum

Snickers-bitar í hollari kantinum. Einstaklega góðir með kaffibollanum.
Snickers-bitar í hollari kantinum. Einstaklega góðir með kaffibollanum. mbl.is/© 42Raw

Þessi upp­skrift kall­ar á alla Snickers-unn­end­ur sem eru að passa upp á lín­urn­ar. Því hér ertu að fá full­komna veg­an bita sem rífa ekki í sam­visk­una.

Upp­skrift­in kem­ur frá 42°Raw sem legg­ur áherslu á plöntu­fæði, veg­an- og glút­en­frí­an mat. En þeir reka frá­bæra veit­ingastaði víðs veg­ar um Kaup­manna­höfn.

Holla útgáfan af Snickers-bitum

Vista Prenta

Holla út­gáf­an af Snickers-bit­um

Botn:

  • 350 g döðlur (lagðar í bleyti)
  • ½ g vanillu­syk­ur
  • 75 g hnet­ur
  • 160 g hnetu­smjör

Súkkulaðilag:

  • 55 g kakós­mjör
  • 40 g kakó
  • 45 g aga­ve-síróp

Á topp­inn:

  • 100 g salt­hnet­ur

Aðferð:

Botn:

  1. Hrærið mjúku döðlun­um sam­an þar til bland­an verður slétt.
  2. Hrærið rest­inni af hrá­efn­un­um sam­an við.
  3. Setjið mass­ann í fer­kantað form.

Súkkulaðilag:

  1. Bræðið kakós­mjörið.
  2. Hrærið rest­inni af hrá­efn­un­um sam­an við þar til allt hef­ur bland­ast vel sam­an.

Sam­setn­ing:

  1. Setjið súkkulaðið ofan á döðlu­botn­inn.
  2. Dreifið salt­hnet­un­um yfir.
  3. Setjið í kæli í 2 tíma og skerið svo í bita. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert