Allt sem þú vissir ekki um tannburstun

Vissir þú að það er ekki ráðlagt að bursta tennurnar …
Vissir þú að það er ekki ráðlagt að bursta tennurnar fyrr en klukkutíma eftir að hafa borðað morgunmat - eða bursta áður en þú færð þér að borða. mbl.is/Colourbox

Við teljum okkur vera með allt á hreinu þegar kemur að því að bursta tennurnar – eða hvað?

Sumir vilja meina að það eigi að bursta tennurnar eftir hverja máltíð á meðan aðrir segja einu sinni á dag. Tannlæknar eru þó á því máli að það sé nóg að bursta kvölds og morgna, en hvenær á morgnana – fyrir eða eftir morgunmat? Það skiptir í raun ekki máli, en veljir þú að bursta eftir morgunmatinn er ráðlagt að gera það um klukkutíma eftir að hafa borðað þar sem súrar matvörur geta mýkt glerunginn og því skaðlegra að bursta tennurnar strax á eftir.

En hvernig er best að halda á tannburstanum myndu einhverjir spyrja sig? Bursta í hringi, eða upp og niður? MouthHealthy leggur til að halda á tannburstanum í 45° vinkil við tennurnar og bursta þannig.

Eins ber að nota tannþráð einu sinni á dag og muna að bursta líka tunguna þar sem bakteríur safnast fyrir þar. Munnskol ætti að hjálpa til við að halda munninum frískum.
Eins er gott er að halda sig frá hörðum tannburstum til að erta ekki tannholdið of mikið, en rafmagnstannburstar hjálpa þér að bursta vel og til lengri tíma.

Annars er aðalmálið að halda sig frá sætum drykkjum og drekka nóg af vatni – og fara reglulega til tannlæknis.

Tannlæknar mæla með að nota tannþráð einu sinni á dag.
Tannlæknar mæla með að nota tannþráð einu sinni á dag. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka