Popp-boltar sem slegist er um

Algjörlega ómótstæðilegir popp-boltar með mango og hnetum.
Algjörlega ómótstæðilegir popp-boltar með mango og hnetum. mbl.is/ahousinthehills.com

Eitt vin­sæl­asta snakk allra tíma er ef­laust popp­korn – það elska það all­ir. Hér eru popp-bolt­ar, stút­full­ir af leyni­hrá­efn­um sem gefa ómót­stæðilegt bragð. Þess­ir bolt­ar eru stökk­ir und­ir tönn og svo vin­sæl­ir að sleg­ist er um þá.

Popp-boltar sem slegist er um

Vista Prenta

Popp-bolt­ar sem sleg­ist er um (12 stór­ir bolt­ar)

  • ½ bolli maí­is­baun­ir
  • ½ msk. grape-seed olía
  • ½ bolli maple-síróp
  • ¾ bolli org­anic brúnt hrís­grjón­as­íróp
  • 1/​3 bolli þurrkað mangó, skorið í litla bita
  • 4 msk. graskers­fræ
  • 4 msk. pek­an­hnet­ur, saxaðar
  • 4 msk. kasjúhnet­ur, saxaðar
  • 2 msk. möndl­ur, saxaðar
  • ¼ tsk. sjáv­ar­salt

Aðferð:

  1. Takið fram stór­an pott og hitið grape-seed ol­í­una á meðal­hita ásamt maís­baun­un­um. Hristið pott­inn reglu­lega til að baun­irn­ar brenni ekki við.
  2. Setjið popp­korn, hnet­ur og mango í skál og blandið sam­an.
  3. Takið fram litla pönnu og hitið maple-sírópið og hrís­grjón­as­írópið ásamt salti. Hrærið stöðugt í á meðan þar til bland­an er orðin al­veg þunn.
  4. Hellið blönd­unni yfir popp­kornið og veltið öllu sam­an.
  5. Setjið inn í ís­skáp í 15-20 mín­út­ur þar til hef­ur harðnað ör­lítið.
  6. Formið popp­blönd­una í bolta, og þrýstið vel eins og um snjó­bolta væri að ræða.
  7. Setjið í loftþétt box og geymið inn í ís­skáp fyr­ir næsta kós­í­kvöld eða borðið sem milli­mál.

Upp­skrift: ahous­int­hehills.com

Stökkir undir tönn og fullir af bragðmiklum hráefnum.
Stökk­ir und­ir tönn og full­ir af bragðmikl­um hrá­efn­um. mbl.is/​ahous­int­hehills.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert