Lúxusálegg á brauðið

Sjúklega gott brauðmeti með jarðarberjum og brie.
Sjúklega gott brauðmeti með jarðarberjum og brie. mbl.is/Sæson.dk_Henrik Freek

Hvernig hljóm­ar bagu­ette með jarðarberj­um og brie? Því jarðarber eru ekki bara ávext­ir, þau geta líka verið álegg ofan á góm­sæt­an brauðmat.

Lúxusálegg á brauðið

Vista Prenta

Lúx­usút­gáf­an af brauðmat

  • 1 bagu­ette
  • 15 g smjör
  • Hand­fylli af sal­ati, að eig­in vali
  • 125 g mild­ur brie-ost­ur eða geita­ost­ur
  • ¼ gúrka
  • 125 g jarðarber
  • Pip­ar

Aðferð:

  1. Skerið bagu­ette-brauðið til helm­inga og smyrjið botn og lok með smjöri.
  2. Skerið ost­inn og gúrk­una í þunn­ar skíf­ur. Skerið jarðarber­in í skíf­ur.
  3. Setjið sal­at, ost, gúrku og jarðarber á botn­inn á brauðinu og stráið svört­um pip­ar yfir.
  4. Skerið bagu­ette-sam­lok­una í fjóra jafn­stóra bita og berið fram.

Upp­skrift: Sæ­son.dk

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert