Hafrasnakk með súkkulaði

Sjúklega góðar hafrakökur með súkkulaðibitum.
Sjúklega góðar hafrakökur með súkkulaðibitum. mbl.is/Frederikkewærens.dk

Himneskt hafrasnakk með súkkulaði og banana! Svona smákökur eru fullkomið millimál þegar okkur langar í eitthvað sætt en erum að reyna að halda aftur af okkur.

Hafrasnakk með súkkulaði

  • 1 banani, þroskaður
  • 1 msk. hunang
  • 2 msk. hnetusmjör
  • 1 msk. kókosolía, fljótandi
  • ½ tsk. vanillusykur
  • Salt á hnífsoddi (við notum Norðursalt)
  • 2 dl haframjöl
  • 100 g dökkt súkkulaði, saxað

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 175°C á blæstri.
  2. Maukið bananann saman við hunang, hnetusmjör, kókosolíu, vanillu og salt. Blandið haframjölinu út í þar til allt er komið vel saman og er pínu klístrað. Setjið súkkulaðið út í.
  3. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu og mótið 8 jafnstórar kúlur úr deiginu. Ýtið létt á hverja kúlu og bakið í 15 mínútur þar til gylltar og stökkar.
  4. Látið kólna og berið fram.

Uppskrift: Frederikkke Wærens

mbl.is/Frederikkewærens.dk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka