Grísk spínat- og fetaostabaka í fílódeigi með jógúrtsósu og mozzarella-salati

Ljósmynd/María Gomez

Hér erum við með gríðarlega metnaðarfulla og flotta upp­skrift sem er saga á bak við. María Gomez á Paz.is var mik­ill aðdá­andi sam­nefndr­ar böku og dó ekki ráðalaus þegar hún hætti að versla þar.

„Spana­kopíta er grísk baka með spínati og feta­osti sem ég bara get ekki lýst hversu góð hún er. Ég kynnt­ist henni fyrst þegar Costco kom til lands­ins en þar var hægt að fá hana frosna. Ég viður­kenni að fyrst til að byrja með var ég ekk­ert svaka­lega hrif­in, en þá vissi ég ekki al­veg hvernig ætti að borða hana. Svo ákvað ég að prófa að bera hana fram með hun­angi, jóg­úrtsósu og mozzar­ella-sal­ati. Og vit­ir menn þá bara gerðust töfr­ar og það var ekki aft­ur snúið. Ég fór í fýlu út í Costco þegar verðið hjá þeim hækkaði og ákvað að fá mér ekki aft­ur aðild­ar­kort hjá þeim. En mikið langaði mig alltaf í þessa böku. Ég dó því ekki ráðalaus og ákvað að gera hana bara sjálf, og það tókst líka svona glimr­andi vel. Ég held að mín sé betri en þessi í Costco.

Miðjarðahafs­mataræði á ansi vel við mig enda ættuð sjálf frá Spáni. Auk þess er mataræðið þar afar hollt og þeir sem til­einka sér það eiga það til að lifa leng­ur. Ég mæli með að þið prófið, þrátt fyr­ir að upp­skrift­in geti kannski virtst flók­in við fyrstu sýn. Ég lofa að þetta er ekk­ert mikið mál og þegar þið hafið prófað einu sinni munuð þið pottþétt prófa aft­ur. Það er samt al­gjör skylda að hafa þetta allt sam­an sem máltíð, sós­una, bök­una og sal­atið og svo setja hun­ang út á. Eitt og sér er þetta ekki nærri eins gott.“

Þar sem það er smá erfitt að út­skýra hvernig á að búa til spíral­inn eða lagið á bök­unni þá er hér mynd­band sem sýn­ir hvernig á að rúlla þessu upp. Byrjið að horfa á mín­útu 2:50.

Grísk spínat- og fetaostabaka í fílódeigi með jógúrtsósu og mozzarella-salati

Vista Prenta

Spana­kopita-bak­an

  • 600 gr. ferskt spínat (veit þetta virk­ar svaka­lega mikið en við eld­un verður þetta að engu)
  • 120 gr. púrru­lauk­ur 
  • 200 gr. feta­ostakubb­ur 
  • 2 geira­laus­ir hvít­lauk­ar eða 8 hvít­lauksrif
  • 2 stór egg 
  • 3 msk. ólífu­olía 
  • 1 tsk. tim­i­an 
  • safi úr 1/​2 sítr­ónu 
  • salt og pip­ar 
  • 1 pakki af filodeigi 
  • Hun­ang

Gúrku-jóg­úrtsósa

  • 350 gr. grísk jóg­úrt 
  • 1 msk. aga­ve-síróp 
  • 1/​2 gúrka 
  • 1-2 tsk. gróft salt 
  • pip­ar 

Mozzar­ella-sal­at

  • 1 box piccolo tóm­at­ar 
  • 1 avóka­dó 
  • 10 mozzar­ella-kúl­ur litl­ar 
  • Hnefi af ferskri basiliku 
  • 3 msk. ólífu­olía 
  • 1/​2 tsk. borðsalt eða 1 tsk. gróft salt (smakkið bara til, ég vil alltaf mikið saltað)
  • pip­ar 

Aðferð

Spana­kopita

  1. Byrjið á að skola spínatið vel og saltið það svo létt yfir, ég set það á eld­húspapp­ír ofan á ofnskúff­ur
  2. Skerið næst púrru­lauk­inn og merjið hvít­lauk­inn 
  3. Setjið næst spínatið inn í klút eða hreint stykki og vindið allt vatn úr því, það má al­veg kremj­ast, en vindið eins mikið úr því og þið getið
  4. Hitið næst olíu á stórri pönnu 
  5. Steikið lauk­ana við væg­an hita og passið að þeir brenni ekki, eiga bara að mýkj­ast 
  6. Setjið svo spínatið á pönn­una og saltið smá og kryddið með dill­inu og piprið ör­lítið
  7. Látið sjóða eins og í 15 mín. eða þar til spínatið er orðið meira en helm­ingi minna um sig
  8. Nú gæti verið komið svo­lít­ill auka­vökvi á pönn­una frá spínatinu, þá er gott að setja lokið af pönn­unni yfir með smá opi við end­ann og hella saf­an­um í vaskinn, eins miklu og þið náið
  9. Þegar það er búið kreistið þá safa úr 1/​2 sítr­ónu yfir og setjið egg­in út á og hrærið
  10. Hér þarf ekki að sjóða fyll­ing­una neitt leng­ur, held­ur takið af hell­unni og myljið feta­ostakubb­inn yfir allt og hrærið sam­an, alls ekki setja í mat­vinnslu­vél, þetta á að vera gróft
  11. Takið svo kringl­ótt eld­fast mót og smyrjið það með olíu 
  12. Nú er svo að taka fílódeigið sem get­ur verið smá haus­verk­ur en ótt­ist ekki ég lofa að þetta mun tak­ast
  13. skoðið mynd­bandið sem ég set inn í hlekk hér fyr­ir ofan en á mínutu 2:50 byrj­ar hann að setja fyll­ing­una í deigið og mæli ég með að þið gerið það al­veg eins. Ég reynd­ar er með sprey­brúsa með vatni og spreyja yfir hverja örk áður en ég set fyll­ing­una, ekki nota olíu
  14. Rúllið svo upp og raðið á eld­fasta mótið eins og sýnt er í vi­deo­inu
  15. Ef það koma sprung­ur í deigið eða það rifn­ar þá er það allt í lagi, raðið því bara upp og pælið ekk­ert í því þótt það springi smá eða rifni og ykk­ur finnst eins og allt sé ónýtt
  16. Penslið svo með ólífu­olíu þegar bak­an er al­veg heil 
  17. Bakið við 200 C° blást­ur í 25 mín­út­ur eða þar til bak­an er orðin fal­lega gyllt og stökk

Jóg­úrtsós­an 

  1. Meðan bak­an er í ofn­in­um gerið þá sal­atið og sós­una 
  2. Hrærið jóg­úrt­ina upp og setjið salt, pip­ar og aga­ve-síróp út í 
  3. Raspið svo hýðið af hálfri gúrku út í og bara rétt inn­an við hýðið svo að sós­an verði ekki blaut. Hún á að vera þykk
  4. Hrærið svo vel sam­an 

Mozzar­ella-sal­at

  1. Skerið tóm­at­ana smátt og avóka­dóið líka 
  2. Saxið basil­lauf­in og skerið mozzar­ella-kúl­urn­ar í skíf­ur 
  3. Blandið öllu sam­an í skál og setjið olíu, salt og pip­ar út á og hrærið vel sam­an 

Fram­setn­ing

  1. Berið fram með sós­unni og sal­at­inu 
  2. Setjið svo hun­ang út á bök­una þegar þið fáið ykk­ur á disk­inn, en þannig er hún lang­best
  3. Mæli með að þið hafið þetta allt sam­an því sem máltíð er þetta al­veg geggjað 

Punkt­ar

Ekki láta lengd­ina á aðferðarlist­an­um hræða ykk­ur, þetta er í raun mjög ein­falt að gera. Fyrst munuð þið lík­lega halda að það sé allt of mikið spínat í upp­skrift­inni en það mun minnka mjög mikið við eld­un. Hvað filodeigið varðar þá er það fljótt að þorna og því best að hafa það all­an tím­ann und­ir stykki meðan unnið er með það. Þess vegna líka sprauta ég á það vatni áður en ég set fyll­ing­una inn í. Það mun rifna og koma sprung­ur í það en ekki láta það hræða ykk­ur, notið það bara þannig og rúllið því upp þó að komi göt og sprung­ur það mun ekki koma að sök.

Ljós­mynd/​María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert