MS svarar kalli ketóaðdáenda

Lág­kol­vetna- og ke­tóm­ataræði hef­ur verið sér­stak­lega vin­sælt á Íslandi síðustu miss­eri og þar leika ýms­ar teg­und­ir af osti stórt hlut­verk því hann er alla jafna án kol­vetna. Einn af þeim ost­um sem eru í upp­á­haldi hjá stór­um hluta þessa hóps er Óðals-chedd­ar og því gam­an að segja frá því að MS hef­ur svarað kalli neyt­enda með því að bjóða nú upp á rif­inn chedd­arost í 200 g pok­um.

Í hverj­um 100 g af rifn­um chedd­ar eru 34 g fita, 23 g pró­tín og eng­in kol­vetni. Rif­inn chedd­arost­ur hent­ar full­kom­lega í alls kyns mat­ar­gerð og má þar nefna heima­til­búið ostasnakk, eggja­kök­ur, ketópítsu­botna og dá­sam­leg­ar chedd­ar­vöffl­ur.

MS svarar kalli ketóaðdáenda

Vista Prenta

Chedd­ar­vöffl­ur með avóka­dó og bei­koni

Upp­skrift fyr­ir eina vöfflu:

  • 2 egg
  • 50 g rif­inn chedd­arost­ur
  • chili
  • salt (eða salt og chili­f­lög­ur eft­ir smekk)

Blandið sam­an og bakið í vöfflu­járni. Ofan á vöffl­una er svo gott að setja avóka­dó, stökkt bei­kon, chili, salt og ólífu­olíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert