Brjálæðislega gott rjómapasta með stökkum raspi

Rjómapasta sem þú munt ekki geta hætt að borða.
Rjómapasta sem þú munt ekki geta hætt að borða. mbl.is/Goodhousekeeping.com

Mjúkt pasta og stökk­ur brauðrasp er geggjað kom­bó! Hér færðu frá­bær­an pasta­rétt sem nær­ir lík­ama og sál – ná­kvæm­lega það sem við þurf­um á þess­um janú­ar­dög­um.

Brjálæðislega gott rjómapasta með stökkum raspi

Vista Prenta

Rjómap­asta með stökku raspi (fyr­ir 4)

  • Brok­kolí­haus, skor­inn í litla bita
  • Ólífu­olía
  • 1 stórt hvít­lauksrif, marið
  • 1 rauður chili
  • Kos­her-salt og pip­ar
  • Taglia­telle
  • ¼ bolli pan­ko
  • 1 msk. raspaður sítr­ónu­börk­ur
  • 3 msk. nýkreist­ur sítr­ónusafi
  • ¼ bolli sýrður rjómi

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn á 220°C og setjið bök­un­ar­papp­ír á bök­un­ar­plötu.
  2. Veltið brok­kolí upp úr 2 msk. af ólífu­olíu, hvít­lauk, hálf­um chili og ½ tsk af salti. Setjið á bök­un­ar­plöt­una og ristið í ofni í 15 mín­út­ur.
  3. Sjóðið pastað sam­kvæmt leiðbein­ing­um. Geymið ¾ bolla af pasta­vatn­inu til hliðar og hellið rest­inni af.
  4. Blandið sam­an í skál, pan­ko, 1 msk. af ólífu­olíu, helm­ingi af chili og raspaða sítr­ónu­berk­in­um.
  5. Búið til smá pláss á bök­un­ar­plöt­unni hjá brok­kolí­inu og dreifið pan­ko-blönd­unni þar á. Ristið í 5-6 mín­út­ur til viðbót­ar þar til brok­kolíið er orðið mjúkt og pan­koið gyllt á lit.
  6. Veltið past­anu upp úr sítr­ónusafa, sýrðum rjóma og ¼ af pasta­vatn­inu – bætið við pasta­vatni ef pastað virðist vera þurrt. Veltið brok­kolí­inu sam­an við og stráið pan­ko kruml­un­um yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert