Nú erum við að tala um að bjóða góðum vinum í mat – því þessi uppskrift er fyrir 8 manns. Það slær heldur enginn hendinni á móti kjúklingaborgara með guacamole og chilimæjó.
Ómótstæðilegur kjúklingaborgari (fyrir 8)
- 4 stórar kjúklingabringur frá Ali
- 100 g panko rasp
- 2 tsk. hvítlaukskrydd
- 2 tsk. paprikukrydd
- Salt og pipar
- 4 egg, pískuð saman
- Olía og smjör
Annað:
- Hamborgarabrauð
- Guacamole
- Heimagert chilimajó (sjá uppskrift)
- Iceberg salat
- Tómatar
- Gúrka
- Jafnvel sultaður rauðlaukur ef vill
Guacamole:
- 3 þroskaðir avókado
- Safi úr ½ lime
- 1 tsk. hvítlaukskrydd
- 2 kúfaðar msk. af sýrðum rjóma
- ½ rauður chili, smátt saxaður
- Salt og pipar
Heimagert chilimæjó: (uppskriftin er miðuð fyrir 4-5)
- 250 ml ekta majónes
- Sýrður rjómi 18%
- 2 stór hvítlauksrif
- 1 ferskur chili
- 2 tsk. paprikukrydd
- Salt og pipar
- 2 tsk. þurrkaðar chiliflögur
- 1 tsk. sykur
- 1 msk. tómatsósa
- 2 tsk. Sriacha-chilisósa
Aðferð:
- Berjið bringurnar flatar og skerið í 2 hluta, þannig að þú sért með 8 bita.
- Blandið saman panko-raspi, hvítlaukskryddi, paprikukryddi, salti og pipar. Pískið eggin saman í annarri skál. Veltið hverjum kjúklingabita upp úr eggi og því næst rasp-blöndunni (jafnvel tvisvar ef þú vilt hafa vel af raspi).
- Hitið olíu og smjör á pönnu og steikið kjúklinginn við meðalhita í 3-4 mínútur á hvorri hlið. Það er mikilvægt að pannan sé ekki of heit til að brenna ekki raspinn á kjúklingnum áður en hann nær að verða fulleldaður. Leggið kjúklinginn á eldhúsrúllu og leyfið fitunni að leka af.
- Setjið saman ykkar borgara með öllu því meðlæti sem á boðstólnum er og verði ykkur að góðu.
Guacamole:
- Maukið avókado saman við lime-safa, hvítlaukskrydd og saxað chili. Hrærið sýrðan rjóma í avókado-blönduna og smakkið til með salti og pipar.
Heimagert chilimæjó:
- Hrærið majónes og sýrðan rjóma saman og bætið því næst restinni af hráefnunum við.
- Smakkið til með því að bæta við t.d. Sriacha ef þú vilt hafa sósuna sterka.
mbl.is/Frederikkewaerens.dk