Ómótstæðilegur kjúklingaborgari

Sjúllaðir kjúklingaborgarar - punktur!
Sjúllaðir kjúklingaborgarar - punktur! mbl.is/Frederikkewaerens.dk

Nú erum við að tala um að bjóða góðum vinum í mat – því þessi uppskrift er fyrir 8 manns. Það slær heldur enginn hendinni á móti kjúklingaborgara með guacamole og chilimæjó.

Ómótstæðilegur kjúklingaborgari (fyrir 8)

  • 4 stórar kjúklingabringur frá Ali
  • 100 g panko rasp
  • 2 tsk. hvítlaukskrydd
  • 2 tsk. paprikukrydd
  • Salt og pipar
  • 4 egg, pískuð saman
  • Olía og smjör

Annað:

  • Hamborgarabrauð
  • Guacamole
  • Heimagert chilimajó (sjá uppskrift)
  • Iceberg salat
  • Tómatar
  • Gúrka
  • Jafnvel sultaður rauðlaukur ef vill

Guacamole:

  • 3 þroskaðir avókado
  • Safi úr ½ lime
  • 1 tsk. hvítlaukskrydd
  • 2 kúfaðar msk. af sýrðum rjóma
  • ½ rauður chili, smátt saxaður
  • Salt og pipar

Heimagert chilimæjó: (uppskriftin er miðuð fyrir 4-5)

  • 250 ml ekta majónes
  • Sýrður rjómi 18%
  • 2 stór hvítlauksrif
  • 1 ferskur chili
  • 2 tsk. paprikukrydd
  • Salt og pipar
  • 2 tsk. þurrkaðar chiliflögur
  • 1 tsk. sykur
  • 1 msk. tómatsósa
  • 2 tsk. Sriacha-chilisósa

Aðferð:

  1. Berjið bringurnar flatar og skerið í 2 hluta, þannig að þú sért með 8 bita.
  2. Blandið saman panko-raspi, hvítlaukskryddi, paprikukryddi, salti og pipar. Pískið eggin saman í annarri skál. Veltið hverjum kjúklingabita upp úr eggi og því næst rasp-blöndunni (jafnvel tvisvar ef þú vilt hafa vel af raspi).
  3. Hitið olíu og smjör á pönnu og steikið kjúklinginn við meðalhita í 3-4 mínútur á hvorri hlið. Það er mikilvægt að pannan sé ekki of heit til að brenna ekki raspinn á kjúklingnum áður en hann nær að verða fulleldaður. Leggið kjúklinginn á eldhúsrúllu og leyfið fitunni að leka af.
  4. Setjið saman ykkar borgara með öllu því meðlæti sem á boðstólnum er og verði ykkur að góðu.

Guacamole:

  1. Maukið avókado saman við lime-safa, hvítlaukskrydd og saxað chili. Hrærið sýrðan rjóma í avókado-blönduna og smakkið til með salti og pipar.

Heimagert chilimæjó:

  1. Hrærið majónes og sýrðan rjóma saman og bætið því næst restinni af hráefnunum við.
  2. Smakkið til með því að bæta við t.d. Sriacha ef þú vilt hafa sósuna sterka.
mbl.is/Frederikkewaerens.dk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert