Pönnukökur sem eru svo góðar að þú gætir grátið

Þessar pönnukökur eru trylltar á bragðið svo ekki sé minna …
Þessar pönnukökur eru trylltar á bragðið svo ekki sé minna sagt. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Ef þess­ar pönnu­kök­ur draga ekki alla fjöl­skyld­una fram úr rúm­inu um helg­ar mun ekk­ert gera það. Hér eru pönnu­kök­ur í lúx­usút­gáfu með grískri jóg­úrt, ban­ön­um, sírópi og pek­an­hnet­um. Upp­skrift­in sjálf er úr holl­um og góðum hrá­efn­um sem Hild­ur Rut fer afar vel með.

Pönnu­kök­ur sem eru svo góðar að þú gæt­ir grátið

Vista Prenta

Sunnu­dags­sæla í boði Hild­ar Rut­ar

  • 3 dl spelt
  • 1 msk. kó­kospálma­syk­ur
  • 1 tsk. vín­steins­lyfti­duft
  • ½ tsk. salt
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar
  • 1 egg
  • 2 msk. ólífu­olía
  • 2 msk. grísk jóg­úrt
  • 2 ½ dl mjólk

Toppið með:

  • Grísk jóg­úrt
  • 1-2 ban­an­ar, skorn­ir smátt
  • Hlyns­íróp
  • Pek­an­hnet­ur, saxaðar

Aðferð:

  1. Hrærið þur­refn­un­um sam­an. Hrærið svo rest­inni sam­an við.
  2. Steikið við væg­an hita á pönnu. Notið ausu til að skammta í litl­ar pönnu­kök­ur á pönn­una.
  3. Hrærið sírópi við pek­an­hnet­urn­ar. Ristið þær í ofni við 190°C í 5 mín­út­ur, passið að þær brenni ekki.
  4. Að lok­um, toppið með grískri jóg­úrt, ban­ön­um, sírópi og ristuðum pek­an­hnet­um.
Mættum við panta þessar pönnsur allar helgar á borðið - …
Mætt­um við panta þess­ar pönns­ur all­ar helg­ar á borðið - takk. mbl.is/​Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka