Ef þessar pönnukökur draga ekki alla fjölskylduna fram úr rúminu um helgar mun ekkert gera það. Hér eru pönnukökur í lúxusútgáfu með grískri jógúrt, banönum, sírópi og pekanhnetum. Uppskriftin sjálf er úr hollum og góðum hráefnum sem Hildur Rut fer afar vel með.
Pönnukökur sem eru svo góðar að þú gætir grátið
Sunnudagssæla í boði Hildar Rutar
- 3 dl spelt
- 1 msk. kókospálmasykur
- 1 tsk. vínsteinslyftiduft
- ½ tsk. salt
- 1 tsk. vanilludropar
- 1 egg
- 2 msk. ólífuolía
- 2 msk. grísk jógúrt
- 2 ½ dl mjólk
Toppið með:
- Grísk jógúrt
- 1-2 bananar, skornir smátt
- Hlynsíróp
- Pekanhnetur, saxaðar
Aðferð:
- Hrærið þurrefnunum saman. Hrærið svo restinni saman við.
- Steikið við vægan hita á pönnu. Notið ausu til að skammta í litlar pönnukökur á pönnuna.
- Hrærið sírópi við pekanhneturnar. Ristið þær í ofni við 190°C í 5 mínútur, passið að þær brenni ekki.
- Að lokum, toppið með grískri jógúrt, banönum, sírópi og ristuðum pekanhnetum.
Mættum við panta þessar pönnsur allar helgar á borðið - takk.
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir