Ofnbakað pasta með beikoni og blómkáli

Pasta á alltaf vel við og hér er það beikon og blómkál sem leika aðalhlutverkið — að ógleymdum ostinum sem bræddur er yfir eftir kúnstarinnar reglum.

Ofnbakað pasta með beikoni og blómkáli

4 skammtar  
  • 5 dl súrdeigsbrauð, skorið í teninga
  • 200 g beikon, fínxaxað
  • 2 msk. hvítlauksolía, eða ólífuolía
  • 500 g pasta, t.d. penne, slaufur eða skrúfur
  • 1 kg blómkál, skorið í litla vendi
  • 3 dl rifinn gratínostur frá Gott í matinn
  • 2 dósir sýrður rjómi, 18% frá Gott í matinn
  • sjávarsalt og svartur pipar
  • ferskar timíangreinar, má sleppa

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 180°C.
  2. Blandið brauðteningum, olíu og beikoni saman í skál. Kryddið með svörtum pipar. Hrærið varlega saman.
  3. Setjið pastað í sjóðandi saltvatn og sjóðið í 6 mínútur. Bætið þá blómkálinu saman við vatnið og látið malla áfram í 2 mínútur. Takið 3½ dl af vatninu frá og geymið.
  4. Hellið pastanu og blómkálinu í sigti og látið renna vel af því.
  5. Hrærið saman í pottinum vatninu sem þið tókuð frá, sýrða rjómanum og ostinum. Smakkið til með salti.
  6. Blandið pastanu og blómkálinu varlega saman.
  7. Hellið í smjörsmurt eldfast form og sáldrið beikon-brauðblöndunni yfir ásamt smá auka gratínosti og timían ef vill.
  8. Bakið í 15-20 mínútur.
  9. Gott er að láta réttinn standa í 10 mínútur áður en hann er borinn fram.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka