Gratíneraður ketófiskur með papriku og camembert

Ljósmynd/Gott í matinn

Hér kem­ur einn dá­sam­leg­ur frá Gott í mat­inn. Við erum að tala um fisk sem er svo bragðgóður að þig á eft­ir að langa í hann aft­ur og aft­ur ...

Gratíneraður ketófiskur með papriku og camembert

Vista Prenta

Gratín­eraður ketó­fisk­ur með papriku og ca­m­em­bert 

4 skammt­ar

  • 800 g ýsa skor­in í bita (7-800 g)
  • 3 paprik­ur, skorn­ar smátt (2-3)
  • 1⁄2 blaðlauk­ur, smátt skor­inn
  • 250 ml rjómi frá Gott í mat­inn
  • 1⁄2 askja smurost­ur með papriku
  • 1 Dala-ca­m­em­bert, skor­inn í bita
  • 1 tsk. dijons­inn­ep
  • 1 tsk. paprikukrydd
  • 1⁄2 græn­metisten­ing­ur
  • rif­inn gratínost­ur frá Gott í mat­inn, góð hand­fylli

Aðferð:

  1. Hitið ofn í 180 gráður.
  2. Skerið ýs­una í bita og saltið aðeins.
  3. Leggið í smurt eld­fast mót.
  4. Skerið græn­metið og setjið til hliðar.
  5. Bræðið sam­an í potti rjómann, smurost­inn og helm­ing­inn af ca­m­em­bertost­in­um, ásamt dijons­inn­epi, paprikukryddi og græn­metisten­ingi.
  6. Smakkið til með svört­um pip­ar.
  7. Hellið sós­unni yfir fisk­inn.
  8. Dreifið græn­met­inu því næst yfir og toppið með rifn­um osti og rest­inni af ca­m­em­bertost­in­um, skorn­um í litla ten­inga.
  9. Bakið í um það bil 20 mín­út­ur eða þar til fisk­ur­inn er eldaður í gegn og ost­ur­inn gull­in­brúnn.

Upp­skrift: Helena Gunn­ars­dótt­ir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert