Fáðu frían hamborgara fyrir mynd af fyrrverandi

Eitt stykki Whopper fyrir þá einhleypu á Valentínusardaginn.
Eitt stykki Whopper fyrir þá einhleypu á Valentínusardaginn. mbl.is/Mullenlowe

Það síðasta sem þú vilt hugsa um á valentínus­ar­dag­inn er fyrr­ver­andi maki – eða vilj­um við kannski fara að rifja upp gaml­ar minn­ing­ar þegar djúsí ham­borg­ari er í boði?

Ákveðnir Burger King-staðir í New York, Los Ang­eles, San Francisco og Bost­on munu bjóða upp á svo­kölluð Birds of Prey-þema­tengd „break­up boxes“. Fyr­ir þá sem ekki vita er Birds of Prey vænt­an­leg bíó­mynd með Margot Robbie í aðal­hlut­verki. Svo ef þú mæt­ir á Burger King með mynd af fyrr­ver­andi maka og treður henni inn í eitt af boxun­um færðu frí­an Whopp­er í staðinn.

Það er því í fín­asta lagi að vera ein­hleyp/​ur á valentínus­ar­dag­inn þegar um slíkt kosta­boð er að ræða. Stóra spurn­ing­in er samt sú hvort við eig­um til ein­hverja ljós­mynd af fyrr­ver­andi kær­asta eða kær­ustu því flest­ir eyða út öll­um þeim mynd­um sem tengja mann við hinn aðilann strax eft­ir skilnað.

Þetta par er hætt saman og ætti að fara með …
Þetta par er hætt sam­an og ætti að fara með mynd af hvort öðru á næsta Burger King stað til að fá frí­an ham­borg­ara. mbl.is/​Colour­box
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert