Ekta indverskur á innan við hálftíma

Rétturinn sem við þurfum á að halda þessa dagana.
Rétturinn sem við þurfum á að halda þessa dagana. mbl.is/Mike Garten_ Goodhousekeeping.com

Pot­trétt­ur af allra bestu gerð sem hjartað mun elska. Það eru rétt um 220 kal­orí­ur sem hver skammt­ur inni­held­ur í þess­um ind­verska kjúk­linga­rétti. Og það frá­bæra er að þú töfr­ar hann fram á inn­an við hálf­tíma.

Ekta indverskur á innan við hálftíma

Vista Prenta

Ekta ind­versk­ur á inn­an við hálf­tíma

  • 2 msk. ólífu­olía
  • 1 stór lauk­ur
  • 6 hvít­lauksrif, mar­in
  • 1 rauður chili, smátt saxaður
  • 2 msk. engi­fer, rif­inn
  • 1 msk. garam masala
  • 1 msk. kórí­and­er
  • 2 tsk. sweet paprika-krydd
  • Sjáv­ar­salt og pip­ar (við not­um Norður­salt)
  • 2 msk. tóm­at­púré
  • 700 g kjúk­linga­bring­ur, skorn­ar í litla bita (við not­um kjúk­ling frá Ali)
  • 1 bolli kjúk­linga­soð
  • ¼ bolli hrein jóg­úrt (og aðeins meira til að bera fram)
  • Hrís­grjón

Aðferð:

  1. Hitið 2 msk. af olíu í stór­um potti á háum hita.
  2. Bætið lauk sam­an við og hrærið jafnt og þétt þar til lauk­ur­inn byrj­ar að skipta um lit. Lækkið þá und­ir á meðal­hita og steikið áfram þar til lauk­ur­inn verður mjúk­ur í 3-4 mín­út­ur til viðbót­ar.
  3. Setjið hvít­lauk og chili út í pott­inn og steikið áfram í 1 mín­útu.
  4. Hrærið engi­fer, garam masala, kórí­and­er, paprikukryddi og ½ tsk. af salti út í pott­inn og hrærið í 2 mín­út­ur. Því næst kem­ur tóm­at­púré sam­an við og hrærið áfram í 2 mín­út­ur.
  5. Kryddið kjúk­ling­inn með salti og pip­ar og setjið út í pott­inn og látið sjóða í 5 mín­út­ur.
  6. Hellið kjúk­linga­soðinu sam­an við og setjið lokið á pott­inn í 6-8 mín­út­ur eða þar til kjúk­ling­ur­inn er eldaður í gegn.
  7. Sjóðið hrís­grjón sam­kvæmt leiðbein­ing­um. Hrærið jóg­úrt­ina og hellið yfir hrís­grjónið – og stráið fersk­um kórí­and­er yfir ef vill.
  8. Berið fram kjúk­linga­pot­trétt­inn með hrís­grjón­um og jóg­úrt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert