Ekta indverskur á innan við hálftíma

Rétturinn sem við þurfum á að halda þessa dagana.
Rétturinn sem við þurfum á að halda þessa dagana. mbl.is/Mike Garten_ Goodhousekeeping.com

Pottréttur af allra bestu gerð sem hjartað mun elska. Það eru rétt um 220 kaloríur sem hver skammtur inniheldur í þessum indverska kjúklingarétti. Og það frábæra er að þú töfrar hann fram á innan við hálftíma.

Ekta indverskur á innan við hálftíma

  • 2 msk. ólífuolía
  • 1 stór laukur
  • 6 hvítlauksrif, marin
  • 1 rauður chili, smátt saxaður
  • 2 msk. engifer, rifinn
  • 1 msk. garam masala
  • 1 msk. kóríander
  • 2 tsk. sweet paprika-krydd
  • Sjávarsalt og pipar (við notum Norðursalt)
  • 2 msk. tómatpúré
  • 700 g kjúklingabringur, skornar í litla bita (við notum kjúkling frá Ali)
  • 1 bolli kjúklingasoð
  • ¼ bolli hrein jógúrt (og aðeins meira til að bera fram)
  • Hrísgrjón

Aðferð:

  1. Hitið 2 msk. af olíu í stórum potti á háum hita.
  2. Bætið lauk saman við og hrærið jafnt og þétt þar til laukurinn byrjar að skipta um lit. Lækkið þá undir á meðalhita og steikið áfram þar til laukurinn verður mjúkur í 3-4 mínútur til viðbótar.
  3. Setjið hvítlauk og chili út í pottinn og steikið áfram í 1 mínútu.
  4. Hrærið engifer, garam masala, kóríander, paprikukryddi og ½ tsk. af salti út í pottinn og hrærið í 2 mínútur. Því næst kemur tómatpúré saman við og hrærið áfram í 2 mínútur.
  5. Kryddið kjúklinginn með salti og pipar og setjið út í pottinn og látið sjóða í 5 mínútur.
  6. Hellið kjúklingasoðinu saman við og setjið lokið á pottinn í 6-8 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.
  7. Sjóðið hrísgrjón samkvæmt leiðbeiningum. Hrærið jógúrtina og hellið yfir hrísgrjónið – og stráið ferskum kóríander yfir ef vill.
  8. Berið fram kjúklingapottréttinn með hrísgrjónum og jógúrt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka