Grilluð samloka sem fer gjörsamlega yfir strikið

Ljósmynd/Gott í matinn

Þá sjald­an mann lang­ar í eitt­hvert gúm­melaði sem fer gjör­sam­lega yfir strikið í girni­leg­heit­um. Virki­lega ein­falt en ómót­stæðilegt ...

Grilluð samloka sem fer gjörsamlega yfir strikið

Vista Prenta

Grilluð sam­loka með osti, salsasósu og pepp­eróní

Þessi upp­skrift dug­ar fyr­ir eina sam­loku.

  • 2 brauðsneiðar, sam­loku­brauð eða annað brauð
  • 3 stk. Gotta-ost­ur í sneiðum
  • 2 msk. salsasósa, 2-3 msk.
  • 6 sneiðar pepp­eroni
  • 1 msk. mjúkt smjör
  • fersk basilíka eða annað ferskt krydd eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Smyrjið tvær sam­loku­brauðsneiðar með salsasósu.
  2. Leggið ostsneið á báðar sneiðar.
  3. Raðið þrem­ur pepp­eronisneiðum ofan á ost­inn á ann­arri brauðsneiðinni og leggið svo hina brauðsneiðina ofan á.
  4. Smyrjið brauðið að utan með þunnu lagi af smjöri og steikið á pönnu við meðal­hita þar til gull­in­brúnt.
  5. Snúið þá sam­lok­unni við, smyrjið smá salsasósu ofan á sam­lok­una, setjið ostsneið ofan á og toppið með rest­inni af pepp­eronisneiðunum.
  6. Setjið sam­lok­una í ofn í 5 mín­út­ur eða þar til ost­ur­inn bráðnar al­veg og pepp­eroníið hef­ur aðeins bak­ast.
  7. Einnig má hafa sam­lok­una áfram á pönn­unni og setja lok á þar til ost­ur­inn bráðnar. Stráið yfir smá fersku basil og berið fram.

Höf­und­ur: Helena Gunn­ars­dótt­ir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert