Hinn fullkomni helgarkjúklingur

Sítrónukjúklingur með kartöflum og rósmarín getur ekki klikkað.
Sítrónukjúklingur með kartöflum og rósmarín getur ekki klikkað. mbl.is/Coop.dk

Þú ert að fara að bjóða fjöl­skyld­unni upp á sítr­ónukjúk­ling með kart­öfl­um og rós­marín um helg­ina. Upp­skrift­in er miðuð við sex eða fjóra mjög svanga maga.

Hinn full­komni helgar­kjúk­ling­ur

Vista Prenta

Hinn full­komni helgar­kjúk­ling­ur

  • 1,5 kg kart­öfl­ur
  • Smjör
  • Salt og pip­ar
  • 2 stór hvít­lauksrif
  • 1 sítr­óna
  • Ferskt rós­marín
  • 2 kjúk­ling­ar frá Ali
  • 1 dl vín­ber

Aðferð:

  1. Stillið ofn­inn á 225°C.
  2. Skrælið kart­öfl­urn­ar og skerið í skíf­ur.
  3. Smyrjið bök­un­ar­plötu og leggið kart­öfl­urn­ar þar á. Kryddið með salti og pip­ar og veltið kart­öfl­un­um upp úr ásamt smátt söxuðum hvít­lauk og safa úr hálfri sítr­ónu. Dreifið úr kart­öflu­skíf­un­um og leggið rós­marínstilka ofan á.
  4. Klippið kjúk­ling­inn niður og leggið ofan á kart­öfl­urn­ar. Kryddið með salti og pip­ar.
  5. Dreifið vín­berj­um yfir og setjið inn í ofn.
  6. Steikið í um það bil 45 mín­út­ur þar til skinnið á kjúk­lingn­um verður gyllt og kjötið steikt í gegn – og kart­öfl­urn­ar mjúk­ar.
  7. Berið fram með því meðlæti sem óskað er og kreistið sítr­ónusafa yfir rétt­inn fyr­ir þá sem það vilja.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka