Fimm atriði sem þú mátt ekki gera á nóttinni

Vaknar þú stundum á nóttunni og átt erfitt með að …
Vaknar þú stundum á nóttunni og átt erfitt með að sofna aftur? mbl.is/Colourbox

Hefurðu vaknað um miðja nótt og átt erfitt með að sofna aftur? Það getur verið ótrúlega pirrandi, sérstaklega þegar við þurfum að vakna snemma daginn eftir. Hér eru nokkur atriði sem þú skalt forðast að gera ef þú ert andvaka.

Forðastu klósettferðir
Samkvæmt svefnráðgjafanum dr. Michael Breus, er mikilvægt að liggja áfram ef þú vaknar á nóttunni vegna þess að púlsinn rýkur upp um leið og þú stendur upp. Og skerðir þar af leiðandi taktinn sem hjartað þitt á helst að vera í á nóttunni. Hjartað slær um 60 slög á mínútu á nóttunni og það mun taka líkamann enn þá lengri tíma að ná ró ef þú byrjar að hreyfa þig mikið. Ef þú virkilega þarft á klósettið skaltu forðast að kveikja of mikið af ljósum.

Ekki fara í símann eða tölvuna
Það er freistandi að kíkja á símann þegar þú getur ekki sofið. En við viljum halda öllum bláum ljósum frá okkur á nóttunni, því þau hindra heilann frá því að senda hormónið melatónin sem segir líkamanum okkar að hvíla sig.

Ekki kíkja á klukkuna
Þú ert með löngun til að kíkja en láttu það vera. Um leið og þú tékkar á klukkunni byrjarðu að reikna út hvað eru margir tímar þar til þú þarft að fara á fætur. Flestir enda á því að stressast upp og eiga enn erfiðara með að sofna.

Ekki horfa á sjónvarpið
Hér gildir það sama og um símann eða tölvuna – allt of örvandi fyrir heilann að sjá fullt af litum og myndum, fyrir utan tal og tónlist.

Ekki detta í ísskápinn
Það ber sannarlega að forðast að borða og drekka á nóttunni. Sumar matvörur innihalda tyramin og koffín sem heldur fyrir þér vöku.

Þetta skaltu gera ef þú ert andvaka á nóttunni

  • Leggstu bein/n í rúmið og reyndu að hreinsa hugann frá öllum óþarfa áhyggjum og hugsunum.
  • Passaðu að panika ekki yfir svefnleysinu – sættu þig frekar við tilhugsunina að þú eigir erfitt með að sofa.
  • Lokaðu augunum og slakaðu á.
  • Einbeittu þér að andardrættinum og hugsaðu um hvern og einn líkamshluta – byrjaðu á tánum og svo upp eftir líkamanum koll af kolli.
  • Þú getur hlustað á hugleiðslumyndskeið með lokuð augun, en það má finna fjöldann allan af þeim HÉR.
Passaðu að detta ekki í ísskápinn þegar þú ert andvaka. …
Passaðu að detta ekki í ísskápinn þegar þú ert andvaka. Líkaminn þinn er ekki inn á það stilltur að þú eigir að borða um miðja nótt. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka