Nýr lakkrís í takmörkuðu magni frá Johan Bülow

Twisted Banana er ný bragðtegund af lakkrís frá Johan Bülow …
Twisted Banana er ný bragðtegund af lakkrís frá Johan Bülow - fáanlegur í mjög takmarkaðu magni. mbl.is/Johan Bülow

Ef það er einhver sem kemur okkur aldrei á óvart með nýjar bragðtegundir af lakkrís, þá er það Johan Bülow. Enn á ný er nýja bragðtegund að finna sem kitlar bragðlaukana – Twisted Banana.

Nýji lakkrísinn er blanda sem við myndum alls ekki slá hendinni á móti. Við erum að tala um banana, saltlakkrís og mjúkt hvítt súkkulaði ásamt hráu lakkrísdufti. Hjálp! Við erum svo til í að smakka þessa samsetningu.

Ef þessi útgáfa dregur ekki hugann á suðrænar slóðir, þar sem hvítar strendur og pálmatré eru daglegt brauð – þá er ekkert að fara gera það.

Lakkrísinn kemur í mjög takmörkuðu magni og er einungis fáanlegur á netinu og má nálgast HÉR.

Lakkrískóngurinn sjálfur Johan Bülow.
Lakkrískóngurinn sjálfur Johan Bülow. mbl.is/Johan Bülow
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka