Svívirðileg samloka sem er löðrandi í lúxús

Humarloka eins og hún gerist best með bræddum osti og …
Humarloka eins og hún gerist best með bræddum osti og hvítlaukssmjöri. mbl.is/Howsweeteats.com

Þá má sann­ar­lega kalla sam­loku sem þessa „lúxusmat” – enda er kílóverðið á humri ekki það lægsta ef við för­um rétt með mál. En það er ekki þar með sagt að við meg­um ekki leyfa okk­ur smá lúx­us, þvert á móti. Við elsk­um hum­ar og hér er hann í sam­loku­formi sem við fáum ekki nóg af.

Svívirðileg samloka sem er löðrandi í lúxús

Vista Prenta

Fá­rán­lega góð humar­loka

  • Humar­hal­ar
  • 1 msk. ólífu­olía
  • 1 msk. ósaltað smjör
  • 1 hvít­lauksrif
  • Salt og pip­ar
  • Maj­ónes
  • Havarti ost­ur
  • 4 sneiðar af upp­á­halds brauðinu þínu

Hvít­laukss­mjör

  • 6 msk. ósaltað mjúkt smjör
  • 2 msk. tarragon, smátt saxað
  • 1 hvít­lauksrif

Aðferð:

  1. Takið humar­inn úr skel­inni, hreinsið og þurrkið vel. Hitið stóra pönnu á meðal hita og setjið 1 msk af ólífu­olíu og 1 msk af smjöri. Saltið og piprið humar­inn og steikið hann í 5-6 mín­út­ur og leggið síðan til hliðar á disk.
  2. Hvít­laukss­mjör: Blandið öll­um hrá­efn­um sam­an í skál.
  3. Smyrjið all­ar brauðsneiðarn­ar með góðu maj­ónesi og smyrjið hina hliðina á brauðsneiðunum með hvít­laukss­mjör­inu. Leggið hum­ar og havarti ostsneiðar ofan á hliðarn­ar með maj­ónes­inu og smellið tveim og tveim brauðneiðum sam­an, þannig að út­kom­an verði tvær sam­lok­ur.
  4. Grillið á pönn­unni þar til brauðið verður gyllt á lit og ost­ur­inn byrj­ar að bráðna, sirka 4-5 mín­út­ur á hvorri hlið.
  5. Berið strax fram.

Upp­skrift: How Sweet Eats

mbl.is/​Howsweeteats.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert