Ómótstæðileg eggjakaka úr afgöngum

Það er frábært að nýta afgangana úr ísskápnum í eggjaköku.
Það er frábært að nýta afgangana úr ísskápnum í eggjaköku. mbl.is/Coop.dk

Hér nýt­um við það græn­meti sem til er í ís­skápn­um í girni­lega eggja­köku sem er bökuð í ofni. Al­gjör­lega full­komið að byrja helgarn­ar á þess­um nót­um.

Ómótstæðileg eggjakaka úr afgöngum

Vista Prenta

Bökuð eggjakaka úr af­göng­um (fyr­ir 2)

  • Blandað græn­meti sem til er í ís­skápn­um
  • 6 egg
  • Salt og pip­ar
  • 1 msk. rif­in pip­ar­rót
  • Hand­fylli ferskt estragon (má vera þurrkað)
  • 50 g rif­inn ost­ur
  • Hálf fenníka
  • 4 litl­ir tóm­at­ar
  • Ólífu­olía

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn á 180°C á blæstri.
  2. Skerið græn­metið í grófa bita og steikið á heitri pönnu upp úr olíu. Kryddið með salti og pip­ar.
  3. Pískið egg­in sam­an með smá salti og pip­ar. Þegar græn­metið hef­ur verið á pönn­unni í 3-5 mín­út­ur, hellið þá eggj­un­um yfir ásamt pip­ar­rót­inni. Stráið smá osti og estragon yfir.
  4. Bakið eggja­kök­una í ofni í 20 mín­út­ur.
  5. Skerið botn­inn og ysta lagið af fenník­unni og skerið í þunna strimla. Skerið tóm­at­ana til helm­inga. Hellið smá olíu, salti og pip­ar yfir fenník­una og tóm­at­ana.
  6. Takið eggja­kök­una úr ofn­in­um og berið fram með fersk­um tómöt­um, fenníku og estragon.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert