Samvisku-bitar sem þú færð ekki nóg af

Ljósmynd/Colourbox

Heima­gerðar mús­lístang­ir er sak­laust milli­mál sem þú færð ekki sam­visku­bit yfir að borða aðeins of mikið af. Sæt­an í þess­um brjálæðis­lega góðu bit­um kem­ur frá döðlum og hun­angi. Hér get­ur þú skipt möndl­un­um út með t.d. hesli- eða val­hnet­um og þú ræður al­gjör­lega hvort þú dýf­ir end­an­um í súkkulaði eða ekki.

Samvisku-bitar sem þú færð ekki nóg af

Vista Prenta

Sam­visku-bit­ar sem þú færð ekki nóg af (sirka 15 stk)

  • 150 g haframjöl
  • 150 g möndl­ur
  • 75 g ses­am­fræ
  • 50 g hör­fræ
  • 50 g kó­kos­mjöl
  • 150 g döðlur
  • 150 g fljót­andi hun­ang
  • 45 g smjör
  • ½ tsk. salt
  • 125 g rús­ín­ur eða trönu­ber
  • 150 g dökkt súkkulaði

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn á 200°C á blæstri.
  2. Setjið bök­un­ar­papp­ír á bök­un­ar­plötu og hellið haframjöli, möndl­um, ses­am­fræj­um, hör­fræj­um og kó­kos­mjöli á plöt­una. Ristið í ofni þar til hef­ur tekið lit í sirka 15 mín­út­ur. Setjið þá hrá­efn­in í skál.
  3. Maukið döðlurn­ar mjúk­ar og blandið þeim sam­an við hun­ang, smjör og salt í litl­um potti. Bræðið sam­an á meðal­hita. Hellið blönd­unni sam­an við ristaða hrá­efnið og blandið vel sam­an. Bætið rús­ín­un­um sam­an við.
  4. Hellið mús­lí-mass­an­um í form (21x21 cm) klætt bök­un­ar­papp­ír. Bakið í 15 mín­út­ur.
  5. Látið al­veg kólna áður en þú skerð niður í pass­leg­ar stærðir, ann­ars fell­ur bland­an bara í sund­ur ef hún er ekki orðin al­veg köld.
  6. Bræðið súkkulaði og dýfið stykkj­un­um þar ofan í – nóg að gera til helm­inga eða rétt á end­ann. Setjið í kæli á meðan súkkulaðið harðnar.
  7. Mús­lístang­irn­ar end­ast í allt að tvær vik­ur í kæli, í loft­tæmdu íláti.

Upp­skrift: Frederikke Wær­ens

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert