Spennandi kjúklingagrýta með döðlum

Einstaklega bragðgóð grýta með kjúklingi og döðlum.
Einstaklega bragðgóð grýta með kjúklingi og döðlum. Ljósmynd/Colourbox

Döðlur eru eitt það vin­sæl­asta á pizz­um í dag og hér eru þær í góðum fé­lags­skap í spenn­andi kjúk­linga­grýtu. Ekk­ert með döðlum get­ur klikkað.

Spennandi kjúklingagrýta með döðlum

Vista Prenta

Spenn­andi kjúk­linga­grýta með döðlum (fyr­ir 4)

  • 500 g kjúk­lingaf­ille frá Ali
  • 6 döðlur
  • 5 skallott­lauk­ar
  • 10 g smjör
  • 3 dl mat­vinnsl­ur­jómi
  • 1,5 msk. bal­sa­mike­dik
  • 1 tsk. Kik­kom­an-sojasósa
  • 1 msk. kjúk­lingakraft­ur
  • ½ dl stein­selja, gróft söxuð

Aðferð:

  1. Skerið kjúk­ling­inn í litla bita.
  2. Skerið döðlurn­ar til helm­inga og fjar­lægið stein­inn.
  3. Bræðið smjörið í potti og brúnið kjúk­ling­inn og lauk­inn í 2 mín­út­ur. Bætið þá við bal­sa­mike­dik­inu, rjóm­an­um, sojasós­unni og kraft­in­um.
  4. Látið suðuna koma upp og sjóðið á lág­um hita und­ir loki í 5 mín­út­ur.
  5. Bætið döðlum, stein­selju, salti og pip­ar sam­an við og sjóðið áfram í 1 mín­útu.
  6. Berið strax fram með því meðlæti sem óskað er.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert