Kjötbollurnar sem eru að gera allt vitlaust

Ljósmynd/Linda Ben

Sum­ar upp­skrift­ir eru svo frá­bær­ar að maður fer bein­ustu leið út í búð og kaup­ir í þær. Hér erum við með kjöt­boll­urn­ar sem eru að gera allt vit­laust enda sneisa­full­ar af alls kon­ar gúm­melaði sem ger­ir þær guðdómeg­ar. Það er eng­in önn­ur en Linda Ben sem á heiður­inn af þeim og hafi hún þakk­ir fyr­ir!

Kjötbollurnar sem eru að gera allt vitlaust

Vista Prenta

Of­ur­ein­fald­ar og djúsí kjöt­boll­ur

  • 500 g nauta­hakk
  • 1 egg
  • 1 kryddost­ur með pip­ar frá Örnu mjólk­ur­vör­um
  • ¼ rauðlauk­ur
  • 1 hvít­lauks­geiri
  • ½ pakki papriku Tuc-kex
  • 2 tsk. ít­ölsk krydd­blanda
  • Salt og pip­ar
  • 250 ml Rjómi frá Örnu mjólk­ur­vör­um
  • 1 tsk. nautakraft­ur

Aðferð:

  1. Setjið nauta­hakkið í skál ásamt eggi, rifn­um pip­ar­kryddosti, smátt söxuðum rauðlauk og hvít­lauk, Tuc-kexi, krydd­blöndu og salti og pip­ar. Hnoðið öllu vel sam­an og myndið boll­ur, u.þ.b. 25 stk.
  2. Setjið um það bil msk. af olíu á pönnu og steikið boll­urn­ar á meðal­hita á öll­um hliðum. Hellið rjóm­an­um á pönn­una, setjið kraft­inn út í rjómann og hrærið hann sam­an við. Setjið lokið á pönn­una og leyfið að malla sam­an við væg­an hita í um það bil 5-10 mín. eða þar til sós­an byrj­ar að þykkna og boll­urn­ar eru eldaðar í gegn.
  3. Berið fram til dæm­is með sæt­um kart­öfl­um með feta­osti.
Ljós­mynd/​Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert