Burger King kynnir nýjan hamborgara sem myglar

Skyndibitakeðjan Burger King kynnti á dögunum Whopper hamborgarann í nýrri …
Skyndibitakeðjan Burger King kynnti á dögunum Whopper hamborgarann í nýrri útgáfu. mbl.is/Burger King

Myglaður matur er ekki eitthvað sem veitingahús myndu stæra sig af – en í þessu tilviki gerir Burger King það með stolti.

Skyndibitakeðjan Burger King kynnir Whopper hamborgarann í nýrri auglýsingu þar sem borgarinn er vel úldinn að sjá. Og það ekki að ástæðulausu! Burger King eru afar stoltir að geta nú kynnt gamla góða Whopperinn án allra tilbúinna rotvarnarefna.

Nýji Whopperinn er sem sagt án rotvarnarefna, lita- og bragðefna. Og í nýju auglýsingunni sést hvernig borgarinn rotnar hægt og rólega á 34 dögum. En þá er borgarinn orðinn loðinn og grænn með yfirskriftinni „The beauty of no artificial preservatives“.

Borgarinn er nú þegar fáanlegur á yfir 400 stöðum út um allan heim, þar á meðal Evrópu, og í lok þessa árs mun hann vera kominn á alla Burger King staðina í Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka