Burger King kynnir nýjan hamborgara sem myglar

Skyndibitakeðjan Burger King kynnti á dögunum Whopper hamborgarann í nýrri …
Skyndibitakeðjan Burger King kynnti á dögunum Whopper hamborgarann í nýrri útgáfu. mbl.is/Burger King

Myglaður mat­ur er ekki eitt­hvað sem veit­inga­hús myndu stæra sig af – en í þessu til­viki ger­ir Burger King það með stolti.

Skyndi­bita­keðjan Burger King kynn­ir Whopp­er ham­borg­ar­ann í nýrri aug­lýs­ingu þar sem borg­ar­inn er vel úld­inn að sjá. Og það ekki að ástæðulausu! Burger King eru afar stolt­ir að geta nú kynnt gamla góða Whopp­er­inn án allra til­bú­inna rot­varn­ar­efna.

Nýji Whopp­er­inn er sem sagt án rot­varn­ar­efna, lita- og bragðefna. Og í nýju aug­lýs­ing­unni sést hvernig borg­ar­inn rotn­ar hægt og ró­lega á 34 dög­um. En þá er borg­ar­inn orðinn loðinn og grænn með yf­ir­skrift­inni „The beauty of no artificial preservati­ves“.

Borg­ar­inn er nú þegar fá­an­leg­ur á yfir 400 stöðum út um all­an heim, þar á meðal Evr­ópu, og í lok þessa árs mun hann vera kom­inn á alla Burger King staðina í Banda­ríkj­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert