Jarðarberjaís í boði Johan Bülow

Bragðgóður jarðaberjaís með myntu að hætti Johan Bülow.
Bragðgóður jarðaberjaís með myntu að hætti Johan Bülow. mbl.is/Colourbox

Við Íslend­ing­ar erum alltaf til í ís, all­an árs­ins hring – við lát­um ekki einu sinni óveður stoppa okk­ur í þeim mál­um. Hér er girni­leg­ur jarðarberjaís með myntu í boði lakk­rí­skóngs­ins Joh­an Bülow. Þenn­an má gera 2 dög­um fyr­ir notk­un.

Jarðarberjaís í boði Johan Bülow

Vista Prenta

Jarðarberjaís í boði Joh­an Bülow

  • 3 dl mjólk
  • 2 dl rjómi
  • 1 msk lakk­rís­duft frá Joh­an Bülow
  • 120 g syk­ur
  • 7 eggj­ar­auður
  • 100-200 g jarðarber
  • 10 myntu­blöð

Annað:

  • 6-8 Straw­berry & Cream lakk­rís frá Joh­an Bülow
  • Myntu­blöð

Aðferð:

  1. Hellið sykri, rjóma og lakk­rís­dufti í pott og hitið þar til syk­ur­inn hef­ur leysts upp.
  2. Setjið eggj­ar­auðurn­ar í skál og pískið var­lega sam­an við rjóma­blönd­una sem hell­ist út í smátt og smátt í einu.
  3. Hellið blönd­unni aft­ur í pott­inn og hitið aft­ur upp að 84-85° á meðan þú hrær­ir stans­laust í á meðan. Notið hita­mæli.
  4. Þegar kremið byrj­ar að þykkna, takið þá pott­inn af hell­unni. Ef þú læt­ur blönd­una hitna of mikið, breyt­ist hún bara í hrærð egg! Svo farið var­lega.
  5. Leyfið krem­inu að jafna sig í 10-15 mín­út­ur og sigtið svo aft­ur í skál­ina. Setjið inn í ís­skáp. Hrærið í því inn á milli þar til það er orðið al­veg kalt.
  6. Blandið nú krem­inu sam­an við jarðarber og myntu­blöð. Setjið kremið í ísvél og blandið sam­an þar til mass­inn er orðinn slétt­ur, krem­kennd­ur og þykk­ur í sér. Ef þú átt ekki ísvél get­ur þú sett blönd­una í skál og inn í frysti. Notaðu síðan handþeyt­ara á kort­ers fresti til að hræra í mass­an­um þar til að hann byrj­ar að fá þá áferð sem þú leit­ast eft­ir.
  7. Setjið í frysti.
  8. Berið fram með Straw­berry & Cream lakk­rís­kúl­um frá Joh­an Bülow og nokkr­um fersk­um myntu­blöðum á toppn­um.
Strawberry and Cream lakkrísinn frá Johan Bülow er fullkominn með …
Straw­berry and Cream lakk­rís­inn frá Joh­an Bülow er full­kom­inn með ísn­um. mbl.is/​Joh­an Bülow
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert