Matarstellið sem kom út fyrir jólin 2018 frá Kähler sló svo rækilega í gegn að þeir láta ekki sitt eftir liggja með nýtt matarstell fyrir páska.
Hið vinsæla Hammershøj matarstell frá Kähler fékk upplyftingu árið 2018 þar sem vísun í jólin og hefðir prýða stellið. En þess má geta að matarstellið seldist upp bæði árið 2018 og 2019. Þetta árið kynnnir fyrirtækið matarstell sem hæfir páskaborðinu.
Munstrið á Hammershøj Easter er málað af listakonunni Rikke Jacobsen sem stendur einnig á bak við jólalínuna. En Kähler hefur gefið út að þeir muni senda frá sér nýja „mynd“ ár hvert fyrir þá sem vilja safna stellinu til lengri tíma og þá hafa fjölbreytt munstur á borðunum.
Páskastellið er fagurlega skreytt eggjum, páskaliljum, héra og berjum, og það í ljósum litatónum – eða allt sem minnir okkur á vorið sem við tökum fagnandi á móti.