Stóri pönnukökudagurinn nálgast

Hver elskar ekki pönnukökur? Pönnukökudagurinn er 25. febrúar og við …
Hver elskar ekki pönnukökur? Pönnukökudagurinn er 25. febrúar og við efumst ekki um að það verði slegið í nokkrar pönnsur í tilefni dagsins. mbl.is/Colourbox

Það er ekk­ert leynd­ar­mál að við elsk­um pönnu­kök­ur eins og annað hvert manns­barn. En hinn stóri pönnu­köku­dag­ur nálg­ast óðfluga, 25. fe­brú­ar nk. En af hverju höld­um við upp á dag­inn?

Pönnu­köku­dag­ur­inn er einnig þekkt­ur und­ir nafn­inu „Shrove Tu­es­day“ og er ekki alltaf hald­inn á föst­um degi, held­ur breyt­ist ár hvert. Fer í raun allt eft­ir því hvenær pásk­arn­ir verða þar sem dag­ur­inn fell­ur í sjö­undu viku fyr­ir páska.

Pönnu­köku­dag­ur­inn er alltaf á þriðju­degi þar sem dag­ur­inn mark­ar upp­haf föst­unn­ar og páska. Kristn­ir menn hefja sína föstu í 40 daga dag­inn eft­ir pönnu­köku­dag­inn. Fast­an á að hjálpa þeim að muna þann tíma sem Jesú varði í óbyggðum og nær há­marki á páska­dag, 12. apríl.

Því hef­ur dag­ur­inn verið hald­inn til að njóta ríkra og feitra mat­væla sem síðustu máltíðar í lengri tíma. Og þar koma pönnu­kök­urn­ar inn í sög­una. Und­ir­staðan í pönnu­kök­um eru egg og mjólk, sem þótti gott að fylla mag­ann af fyr­ir svefn­inn áður en fast­an byrjaði. Eins þykir hrá­efnið í pönnu­kök­un­um tákna þær fjór­ar stoðir sem ein­kenna kristna trú. Egg­in þykja skap­andi, hveitið er mátt­ar­stólpi í mataræði manns­ins, salt er tákn um heil­næmi og mjólk­in fyr­ir hrein­leika.

Þessi fjölskylda er mjög ánægð með pönnukökudeigið sitt.
Þessi fjöl­skylda er mjög ánægð með pönnu­köku­deigið sitt. mbl.is/​Colour­box
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert