Kim Kardashian mætti með köku

Drottningin sjálf, Kim Kardashian, kann að gleðja vini sína.
Drottningin sjálf, Kim Kardashian, kann að gleðja vini sína. mbl.is/​AFP

Það er óhætt að segja að Kim Kar­dashi­an sé frá­bær vin­kona sem kann að gleðja. En hún kom besta vini sín­um held­ur bet­ur á óvart með af­mæl­is­köku í yf­ir­stærð.

Mat­gæðing­ur­inn Jon­ath­an Cheb­an fagnaði 46 ára af­mæli sínu nú á dög­un­um. Hann pantað köku hjá Di­vine Delicacies Ca­kes í Miami, en fyr­ir­tækið er þekkt fyr­ir framúrsk­ar­andi lista­verk þegar kem­ur að köku­bakstri. Besta vin­kona Jon­athans til margra ára, Kim Kar­dashi­an, tók sig til og lét stækka kök­una tölu­vert án hans vit­und­ar.

Það tók um 16 klukku­tíma að baka kök­una og Kar­dashi­an reiddi fram 1,3 millj­ón­ir króna fyr­ir stækk­un­inni. Kak­an var skreytt taco-skelj­um, sus­hi, pyls­um, ís, sæta­brauði og sam­lok­um svo eitt­hvað sé nefnt. Eins mátti sjá ökuskirteini af­mæl­is­barns­ins í yf­ir­stærð – og allt var æti­legt.

Jon­ath­an Cheb­an eða Food­god eins og hann heit­ir í dag eft­ir að hafa fengið lög­lega breytt nafn­inu sínu — kom sjálf­ur til að sækja kök­una sem hann pantaði. Kak­an reynd­ist þó hafa fengið vaxt­ar­verki þökk sé Kar­dashi­an. Eig­end­ur baka­rí­is­ins voru bún­ir að skreyta and­dyrið hátt og lágt sem ýtti sann­ar­lega und­ir par­tístemn­ing­una á af­mæl­is­dag­inn.



Jonathan Cheban eða Foodgod eins og hann heitir í dag …
Jon­ath­an Cheb­an eða Food­god eins og hann heit­ir í dag með kök­unni sem Kar­dashi­an kom hon­um á óvart með. mbl.is/​skjá­skot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka