Krakkavæn útgáfa af chili con carne

Thinkstock
Thinkstock

Hér er milda út­gáf­an af chili con car­ne sem við þekkj­um svo vel, og því upp­lagður fyr­ir börn. Lítrík­ur disk­ur, full­ur af holl­um og góðum mat sem krakk­arn­ir munu elska.

Krakkavæn útgáfa af chili con carne

Vista Prenta

Barn­væna út­gáf­an af chili con car­ne (fyr­ir 4)

  • 300 g nauta­hakk
  • 4 dl tóm­at og crem­efraiche pastasósu
  • 1 dós nýrna­baun­ir
  • 1 msk. rauður chili, smátt skor­inn
  • 1,5 tsk. reykt papríka krydd
  • Gróft salt
  • 1 rauð papríka, skor­in í litla bita

Annað:

  • 1 avóka­dó
  • Tortilla­f­lög­ur
  • Rif­inn chedd­ar ost­ur
  • 4 maí­is­stöngl­ar
  • 160 g brún hrís­grjón

Aðferð:

  1. Steikið nauta­hakkið í stór­um potti.
  2. Bætið sósu, baun­um, chili, papríku og salti út í og látið sjóða á lág­um hita und­ir loki í 2 mín­út­ur.
  3. Setjið skornu paprík­una út í (geymið smá til skrauts) og sjóðið áfram í 2 mín­út­ur. Smakkið til.
  4. Setjið chili con car­ne í skál og skreytið með avoca­dó, papríku, flög­um og rifn­um osti.
  5. Berið fram með nýsoðnum maí­is­stöngl­um og hrís­grjón­um.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert