Calzone-pítsa sem engan svíkur

Sjúklega gott calzone sem vert er að prófa.
Sjúklega gott calzone sem vert er að prófa. Ljósmynd/Colourbox

Það er alls ekki flókið að búa til innbakaða pítzu eða calzone eins og hún kallast. Það er ákveðin stemning að fylla pítsuna og útkoman er alla jafna frábær. Eina sem þú þarft að hugsa um er að hafa deigið á bökunarpappír áður en þú setur fyllinguna í, því það reynist erfiðara að flytja hana á milli eftir að fyllingin er komin í. Það má alveg notast við tilbúið deig ef maður nennir ekki að gera deigið frá grunni — það kemur alveg jafn vel út.

Þú færð ekki betri innbakaða pítzu

(fyrir 4)

Deig:

  • 20 g ger
  • 3 dl volgt vatn
  • 2 msk. ólífuolía
  • 1 tsk. flögusalt - við notum Norðursalt
  • 400 g ítalskt hveiti, t.d. Typo 00

Fylling:

  • 1 laukur
  • 3 stórir hvítlaukar
  • Olía
  • 500 g nautahakk
  • 1 dós hakkaðir tómatar
  • 4 msk. tómatpuré
  • 1,5 msk. oreganó
  • Sykur á hnífsoddi
  • 250 g mozzarella-kúlur
  • Salt og pipar

Aðferð:

Deig:

  1. Stráið gerinu út í volgt vatn og bætið við ólífuolíu og salti.
  2. Hrærið hveitinu saman við smátt og smátt og hnoðið vel.
  3. Látið deigið hefast þar til það hefur tvöfaldað sig og skiptið því þá niður í 4 jafna hluta.

Fylling:

  1. Saxið lauk og hvítlauk og steikið upp úr olíu í potti. Bætið þá við nautahakki og brúnið vel. Setjið hökkuðu tómatana saman við, tómatpuré og oreganó og látið malla í 4-5 mínútur þar til vökvinn hefur soðið aðeins niður. Smakkið til með smá sykri, salti og pipar.
  2. Fletjið pizzadeigin út í hring á bökunarpappír á stærð við matardisk. Setjið kjötsósu á helminginn af deiginu en hafið um 2 cm frá kantinum auða. Rífið mozzarella-kúluna í grófa bita og dreifið yfir kjötsósuna. Brjótið nú hinn helminginn af pizzadeiginu yfir kjötsósuna og þrýstið endunum saman með fingrunum eða gaffli, til að fyllingin leki ekki úr.
  3. Hitið bökunarplötu í ofni í 230°C og þegar hún er orðin heit, takið þá plötuna út og færið bökunarpappírinn með pizzunni yfir á heitu plötuna og setjið inn í ofn. Bakið í 12-15 mínútur þar til deigið er gyllt og bakað í gegn. Bökunartíminn getur verið mismunandi eftir ofnum.
  4. Berið fram á meðan heitt er og jafnvel með fersku salati.

Uppskrift: Foodfanatic.dk

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka