Calzone-pítsa sem engan svíkur

Sjúklega gott calzone sem vert er að prófa.
Sjúklega gott calzone sem vert er að prófa. Ljósmynd/Colourbox

Það er alls ekki flókið að búa til inn­bakaða pítzu eða calzo­ne eins og hún kall­ast. Það er ákveðin stemn­ing að fylla pítsuna og út­kom­an er alla jafna frá­bær. Eina sem þú þarft að hugsa um er að hafa deigið á bök­un­ar­papp­ír áður en þú set­ur fyll­ing­una í, því það reyn­ist erfiðara að flytja hana á milli eft­ir að fyll­ing­in er kom­in í. Það má al­veg not­ast við til­búið deig ef maður nenn­ir ekki að gera deigið frá grunni — það kem­ur al­veg jafn vel út.

Calzone-pítsa sem engan svíkur

Vista Prenta

Þú færð ekki betri inn­bakaða pítzu

(fyr­ir 4)

Deig:

  • 20 g ger
  • 3 dl volgt vatn
  • 2 msk. ólífu­olía
  • 1 tsk. flögu­salt - við not­um Norður­salt
  • 400 g ít­alskt hveiti, t.d. Typo 00

Fyll­ing:

  • 1 lauk­ur
  • 3 stór­ir hvít­lauk­ar
  • Olía
  • 500 g nauta­hakk
  • 1 dós hakkaðir tóm­at­ar
  • 4 msk. tóm­at­pu­ré
  • 1,5 msk. or­eg­anó
  • Syk­ur á hnífsoddi
  • 250 g mozzar­ella-kúl­ur
  • Salt og pip­ar

Aðferð:

Deig:

  1. Stráið ger­inu út í volgt vatn og bætið við ólífu­olíu og salti.
  2. Hrærið hveit­inu sam­an við smátt og smátt og hnoðið vel.
  3. Látið deigið hef­ast þar til það hef­ur tvö­faldað sig og skiptið því þá niður í 4 jafna hluta.

Fyll­ing:

  1. Saxið lauk og hvít­lauk og steikið upp úr olíu í potti. Bætið þá við nauta­hakki og brúnið vel. Setjið hökkuðu tóm­at­ana sam­an við, tóm­at­pu­ré og or­eg­anó og látið malla í 4-5 mín­út­ur þar til vökvinn hef­ur soðið aðeins niður. Smakkið til með smá sykri, salti og pip­ar.
  2. Fletjið pizza­deig­in út í hring á bök­un­ar­papp­ír á stærð við mat­ar­disk. Setjið kjötsósu á helm­ing­inn af deig­inu en hafið um 2 cm frá kant­in­um auða. Rífið mozzar­ella-kúl­una í grófa bita og dreifið yfir kjötsós­una. Brjótið nú hinn helm­ing­inn af pizza­deig­inu yfir kjötsós­una og þrýstið end­un­um sam­an með fingr­un­um eða gaffli, til að fyll­ing­in leki ekki úr.
  3. Hitið bök­un­ar­plötu í ofni í 230°C og þegar hún er orðin heit, takið þá plöt­una út og færið bök­un­ar­papp­ír­inn með pizzunni yfir á heitu plöt­una og setjið inn í ofn. Bakið í 12-15 mín­út­ur þar til deigið er gyllt og bakað í gegn. Bök­un­ar­tím­inn get­ur verið mis­mun­andi eft­ir ofn­um.
  4. Berið fram á meðan heitt er og jafn­vel með fersku sal­ati.

Upp­skrift: Food­fanatic.dk

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert