Naan-pítsa með tandoori-kjúklingabaunum og grænmeti

Ljósmynd/Valgerður Guðmundsdóttir

Hér erum við að tala um sjúk­lega spenn­andi út­gáfu af hinni klass­ísku föstu­dagspít­su. Auðvitað má setja hvað sem er á naan-brauðið en þetta er samt vel þess virði að prófa og við hvetj­um ykk­ur ein­dregið til þess. Það er Val­gerður Guðmunds­dótt­ir á GRGS.is sem á þessa upp­skrift.

Naan-pítsa með tandoori-kjúk­linga­baun­um og græn­meti

Vista Prenta
Naan-pítsa með tandoori-kjúk­linga­baun­um og græn­meti
  • 2 naan-brauð með hvít­lauk og kórí­and­er frá Pataks
  • 1 dós kjúk­linga­baun­ir
  • 1 dl Pataks tandoori paste
  • 2 msk. hrein jóg­úrt
  • 200 g hreinn rif­inn mozzar­ella-ost­ur
  • 1/​2 sæt kart­afla skor­in í ten­inga
  • Paprika í bit­um
  • Kirsu­berjatóm­at­ar eft­ir smekk
  • Ferskt kórí­and­er
Hvít­lauk­sjóg­úrtsósa
  • 250 ml hrein jóg­úrt
  • 1 hvít­lauksrif marið
  • 1 tsk. þurrkuð stein­selja
  • salt og pip­ar eft­ir smekk
  • Blandið öllu sam­an í skál og kælið

Leiðbein­ing­ar

1. Skolið kjúk­linga­baun­irn­ar og þerrið aðeins, setjið þær í skál og blandið tandoori-mauki og hreinni jóg­úrt sam­an við. Látið bíða.

2. Skerið sætu kart­öfl­una í litla ten­inga og penslið með smá olíu. Bakið þar til ten­ing­arn­ir eru gegn­um­steikt­ir.

3. Setjið naan-brauðið á bök­un­ar­plötu og stráið osti yfir.

4. Dreifið baun­un­um ásamt smá mar­in­er­ingu, bökuðum sæt­um kart­ö­flu­ten­ing­um og papriku yfir og bakið í ofni við 200°C þar til gyllt að lit.

5. Dreifið kirsu­berjatómöt­um og kórí­and­er yfir og berið fram með hvít­laukssós­unni.

Ég er alltaf að reyna að auka neyslu á græn­met­is­rétt­um en það er auðvitað al­gert skil­yrði að þeir séu bragðmikl­ir og jafn­vel smá djúsí. Það skemm­ir alls ekki fyr­ir ef það er fljót­legt að út­búa rétt­inn.

Þessi er einn af þeim. Bragðgott til­búið naan-brauð frá Pataks í grunn­inn sem búið er að hlaða á mozzar­ella-osti, tandoori mar­in­eruðum kjúk­linga­baun­um, grillaðri sætri kart­öflu, papriku, kirsu­berjatómöt­um, kórí­and­er og hvít­lauk­sjóg­úrtsósu. Virki­lega bragðgott og fljót­legt.

Ljós­mynd/​Val­gerður Guðmunds­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert