Svona oft áttu að þvo handklæðin

Hversu oft þværðu handklæðin á heimilinu?
Hversu oft þværðu handklæðin á heimilinu? mbl.is/Colourbox

Flest­ir myndu segja að það væri nóg að skipta um hand­klæði einu sinni í viku, svo lengi sem maður hengi hand­klæðið upp eft­ir notk­un, og að það liggi ekki á gólf­inu. En því eru helstu þrif­spek­úl­ant­ar ekki sam­mála.

Hrein­gern­ing­ar­sér­fræðing­ur­inn Kelly A. Reynolds tal­ar um hjá Buzz­feed Life að þau hand­klæði sem blotna megi hengja upp til þerr­is og nota í þrjú skipti áður en þau eru sett í þvott. Bakt­erí­ur og svepp­ir byrja að vaxa á hand­klæðum í raka, en stoppa um leið og þau þorna.

Eft­ir hvert skipti sem við not­um hand­klæði sitja millj­ón­ir af dauðum húðfrum­um eft­ir á hand­klæðinu. Og það er ástæðan fyr­ir því að hand­klæði, sem við not­um oft án þess að þvo á milli, byrja að lykta illa.

Þar fyr­ir utan ber að þvo þvotta­poka og klúta eft­ir hverja notk­un sem iðulega eru gegn­umblaut­ir og skít­ug­ir eft­ir eitt skipti og því upp­lagður felu­staður fyr­ir bakt­erí­ur að vaxa og dafna. Við not­um oft­ast þvotta­poka til að þrífa dauðar húðfrum­ur og farða, og ber ekki að nota slíka klúta oft­ar en einu sinni.

Þessi kona hefur engar áhyggjur af þrifum og nýtur lífsins …
Þessi kona hef­ur eng­ar áhyggj­ur af þrif­um og nýt­ur lífs­ins eft­ir gott bað. mbl.is/​Colour­box
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert